is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28537

Titill: 
  • Sjálfsmynd unglinga : tengsl félagslegra þátta og áhættuhegðunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um tengsl félagslegra þátta og áhættuhegðunar við sjálfsmynd unglinga. Mikil sjálfsmyndarleit fer fram á unglingsárunum þar sem unglingar reyna að finna út hverjir þeir eru. Á þessu tímabili eru unglingar viðkvæmir fyrir áhrifum annarra og eru margir þættir sem hafa áhrif á mótun sjálfsmyndarinnar. Á unglingsárunum fara fram miklar breytingar sem geta reynst ungmennum erfiðar, þar á meðal þroskabreytingar og byrjun kynþroskaskeiðsins. Jafningjar fara að vega meira í lífi unglinga og álit þeirra skiptir miklu máli. Foreldrar, skóli, vinir og jafningjar eru allt félagslegir þættir sem eru nátengdir unglingum og hafa þeir allir einhver áhrif á sjálfsmynd þeirra. Það er því mikilvægt að þessir félagslegu þættir hafi jákvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga frekar en neikvæð.
    Áhættuhegðun er hegðun sem er líkleg til að aukast á unglingsárunum. Sjálfsmyndin skiptir miklu máli þegar kemur að áhættuhegðun unglinga. Þeir unglingar sem hafa neikvæða sjálfsmynd eru líklegri til þess að leiðast út í áhættusama hegðun heldur en unglingar sem hafa jákvæða sjálfsmynd. Annar þáttur sem hefur mikil áhrif á líf unglinga og sjálfsmynd þeirra í samfélaginu í dag eru samfélagsmiðlar. Í dag eyða unglingar mun meiri tíma á samfélagsmiðlum en áður. Stúlkur eru líklegri en strákar til að deila efni með öðrum á samfélagsmiðlum og þar af leiðandi er líklegra að samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á sjálfsmynd þeirra. Í ritgerðinni verður því leitast við að skoða hvaða félagslegu þættir hafa áhrif á sjálfsmynd unglinga og hver tengsl sjálfsmyndar séu við áhættuhegðun þeirra.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing með lokaverkefni_IngibjörgÓskÓlafsd.jpg20,15 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Sjálfsmynd unglinga_IngibjörgÓskÓlafsd.pdf1,1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna