is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28538

Titill: 
  • Ákvörðunin getur breyst eftir hálftíma : tómstundaráðgjöf fyrir ungt fólk með geðraskanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um hvernig tómstundaráðgjöf getur stutt við ungt fólk með geðraskanir. Geðfatlaðir eru þeir sem greinst hafa með geðræn vandamál og af þeim sökum orðið öryrkjar. Sá hópur fólks þarf stuðning við að verða virkir þátttakendur í nærsamfélagi sínu og hefur oft „of mikinn“ frítíma yfir daginn. Þetta er heimildaritgerð þar sem greint er meðal annars um hugtök á borð við tómstundarráðgjöf, geðræn vandamál og geðfötlun. Farið er stuttlega yfir sögu tómstundarráðgjafar sem meðferðarúrræði. Einnig er fjallað um hvernig nýta má tómstundaráðgjöf til að fræða einstaklinga um mikilvægi tómstunda og þá ánægju sem hlýst af þátttöku í tómstundarstarfi. Ásamt því er fjallað um rannsóknir sem snúa að því hvernig leiðbeina eigi einstaklingum um hvernig nýta megi frítíma til hins ítrasta og þar með bæta lífsgæði.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tómstundaráðgjöf fyrir ungt fólk með geðröskun--lokaskil.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ingibjörg Ólafsdóttir yfirlýsing.jpg3.36 MBLokaðurYfirlýsingJPG