Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28539
Að standa fyrir framan hóp og tjá sig getur reynst mörgum erfitt. Margir finna fyrir óöryggi þegar þeir flytja erindi munnlega og finna ótta gagnvart eigin frammistöðu eða neikvæðum viðbrögðum frá áheyrendum. Til þess að sporna gegn því að slíkar athafnir séu einstaklingum erfiðar er gott að vinna markvisst með þær frá unga aldri og byrja á einföldum frásögnum. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að mikilvægt sé að nemendur þjálfist í að segja skipulega frá og gera grein fyrir þekkingu sinni og skoðunum í öllum fögum. Meginviðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða hvers vegna vinna ætti markvisst með munnlegan flutning barna á yngsta stigi grunnskólans og hvernig hægt sé að vinna með hann á farsælan hátt. Sérstök áhersla verður lögð á munnlegan flutning í tengslum við stærðfræðinám.
Rannsóknin er tilviksrannsókn sem byggir á eigindlegri aðferðafræði. Tilvikin eru fimm 6 ára nemendur sem fluttu munnlegar kynningar á stærðfræðiverkefnum í hverri viku í fimm vikur samfleytt. Fylgst var með þátttakendum flytja erindin fyrir framan bekkjarfélaga sína og voru þær athuganir teknar upp á myndband til þess að auðvelda gagnagreiningu. Að auki var einn umræðufundur og tveir undirbúningsfundir haldnir með þátttakendum og voru fundirnir hljóðritaðir.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að markviss þjálfun í munnlegum flutningi skili auknu sjálfsöryggi í framkomu og framsögn nemenda. Undirbúningur fyrir munnlegan flutning gegnir stóru hlutverki í afköstum nemenda og kemur hlutverk kennarans sterkt inn í tengslum við það. Kennarinn þarf að aðstoða og leiðbeina ungum einstaklingum sem eru að stíga sín fyrstu skref í munnlegum flutningi. Hann þarf jafnframt að aðstoða nemendur við að skapa gott andrúmsloft innan skólastofunnar svo að ræðumönnum og áheyrendum líði vel meðan á flutningi stendur. Skipuleggja þarf viðeigandi verkefni og er afar árangursríkt að gera það í samráði við nemendur, að leyfa þeim að hafa áhrif á hvað þeir læra og taka ábyrgð á eigin námi.
Public speaking is a great challenge for many of us. Many people feel very insecure when they have to present verbally in front of an audience, worrying both about their own lackluster performance and a negative reaction from the listeners. To combat this trend of fear of public speaking, it would be wise to tackle this problem systematically from an early age with simple presentation assignments. In the core curriculum of Icelandic elementary schools, it stresses the importance that students gain and refine the ability to express their knowledge, views, and opinions in a structured way. The main focus of this study is to explore why we should engage children in public speaking in school and how children can systamatically be introduced to public speaking. Special focus will be on verbal presentations in math.
This is a case study that utilizes qualitative research methods. The cases include five 6-year old students and their verbal presentation to their classmate every week for five consecutive weeks. The data is observation notes and video recording of all the students presentations and the classroom discussions that followed the presentations. In addition, there are reflections notes and audio recordings of one discussion session and two presentation meetings with the five students in question.
The main findings of this study imply that systematic training in public speaking will result in improved self-confidence in speaking and overall presentation of the students. The preparation of verbal presentation assignments is a vital part of the process for fueling the productivity of the students and here the teacher´s role comes strongly into play. This study implies that the teacher is essential in assisting and guide young students as they take their first steps in public speaking. Her role is, among others, to create a pleasant and safe environment in the class so that both speakers and listeners feel comfortable in the process. When planning the speaking assignments, this study showed that including the children in the desision making and therefore allowing them to take responsibility for their own learning, resulted in greater student engagement.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Hvenær má ég kynna?.pdf | 609.22 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing.pdf | 177.53 kB | Locked | Yfirlýsing |