is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28541

Titill: 
  • Óhófleg tölvuleikjaspilun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þótt að tölvuleikjafíkn sé ekki opinberlega viðurkennd sem röskun eða sjúkdómur, þá býður óhófleg tölvuleikjaspilun heim ákveðnum afleiðingum. Óhóflegri tölvuleikjaspilun er gjarnan líkt við einkenni sem sjást vegna spilafíknar og vímuefna og hafa fræðimenn margir mismunandi skoðanir á því. Afleiðingar og áhrif tölvuleikjaspilunar er nýlegt og vaxandi umfjöllunarefni og þar af leiðandi enn undir rannsókn í dag. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á áhrif tölvuleikja. Hverjir eru kostir og gallar tölvuleikja? Hvað er það sem gerir tölvuleiki ávanabindandi? Er hægt að líkja óhóflegri tölvuleikjaspilun við fíkn? Í þessari rannsóknarskýrslu var gagna aflað með eigindlegri aðferð. Tekin voru opin og óstöðluð einstaklingsviðtöl og ákveðinn spurningarlisti lagður til grundvallar í viðtölum. Skoðuð var upplifun, reynsla og viðhorf viðmælenda gagnvart tölvuleikjum. Niðurstöður benda til þess að það skiptir ekki mestu máli hversu mikið tölvuleikir eru spilaðir. Það sem skiptir máli eru hvaða áhrif einstaklingur leyfir tölvuleikaspilun sinni að hafa á sitt eigið líf. Ef heilbrigður lífstíll er í fyrirrúmi er það undir einstaklingnum eða foreldrum komið, hvernig tölvuleikir eru notaðir. Tölvuleikjaspilun er ein tegund af afþreyingu og ef um óhóflega notkun er að ræða, þá er mikilvægt að athuga hverjar ástæðurnar eru og hvort ytri þættir séu þar að verki.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingimundur Óskar Jónsson - Lokaverkefni - MEN241L - Óhófleg tölvuleikjaspilun.pdf606.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ingimundur Óskar Jónsson - skemman yfirlýsing.pdf164.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF