is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28543

Titill: 
 • Geðrækt : staða lífsleikni í íslenskum grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi meistaraprófsritgerð byggist á rannsókn sem framkvæmd var á átta mánaða tímabili frá október 2015 til júní 2016 á vegum Embætti landlæknis.
  Megintilgangur verkefnisins var að kortleggja stöðu lífsleikni í grunnskólum landsins en könnunin í heild hafði fleiri markmið en tekin eru til umfjöllunar í þessu verkefni. Um er að ræða megindlega þýðisrannsókn þar sem lagt var upp með að hafa samband við alla 168 grunnskóla landsins.
  Gagnaöflun samanstóð af símaviðtölum við fulltrúa skólanna, í flestum tilfellum skólastjóra. Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á svörum viðmælenda frá alls 153 skólum eða 91% af grunnskólum landsins.
  Rannsóknarspurningar sem settar voru fram eru þrjár:
  • Hver er núverandi staða lífsleiknikennslu í grunnskólum landsins?
  • Er verið að nota sérstakt námsefni eða heildarskólanálgun til að efla félags- og tilfinningafærni nemenda?
  • Hvert er mat viðmælenda á þeirri kennslu og þjálfun í atferlis-, félags- og tilfinningafærni sem fram fer innan skólans?
  Í fræðilega hluta verkefnisins er leitast eftir að skoða geðrækt í skólastarfi og stöðu lífsleikni sem námsgreinar, bæði í fræðilegu samhengi og í ljósi stöðunnar í grunnskólum hér á landi.
  Helstu niðurstöður gefa til kynna að lífsleikni sé kennd í flestum skólum landsins, á flestum aldursstigum og stór hluti skólanna sé með helstu markmið og áherslur í lífsleikni skráð í skólanámskrá hjá sér. Fáir skólar hafa sett fram lífsleikniáætlun.
  Algengast var að skólarnir væru að nota formlegt námsefni á yngsta stigi en það fór minnkandi eftir því sem leið á grunnskólagönguna. Í 1. bekk voru 39,2% skólanna með námsefni en einungis 15,7% skólanna voru með námsefni í 10.bekk.
  Þá þótti 48% viðmælenda sú kennsla og þjálfun sem nemendur fengu innan skólanna í sálfélagslegri færni nægilega mikil, en í 41% tilfella þótti þeim hún ekki nægileg og 11% viðmælenda gátu ekki lagt mat á það. Í mati viðmælenda á því hvort kennslan og þjálfunin væri nægilega markviss sögðu 54% þeirra svo vera en 38% upplifðu hana ekki nægilega markvissa og 8% sögðust ekki vera vissir.

 • Útdráttur er á ensku

  School mental health promotion - The status of life skills education in Icelandic compulsory schools.
  This thesis is based on data from a study conducted on behalf of the Directorate of Health in Iceland with the purpose of examining the status of life skills education in Icelandic compulsory schools. This was a quantitative cohort study where data was collected over an eight months period from October 2015 to June 2016.
  All compulsory schools in Iceland were contacted by telephone and invited to participate. Telephone interviews were conducted with representatives, most often head masters, from 153 schools or 91% of all the compulsory schools in Iceland.
  Three research questions were presented:
  • What is the current national status of life skills education in primary and lower secondary schools?
  • Do schools use specific life-skills syllabus or general approach to promote and strengthen students social- and emotional skills
  • What is the opinion of interviewers about the teaching and training of behavior, social and emotional skills that are taking place within the school?
  In the theoretical part of the thesis, school mental health promotion and life skills as a subject are examined, both with respect to the academic literature and the status within Icelandic educational system.
  Main findings of the study show that life skills are taught at most levels in the majority of compulsory schools in Iceland. For the most part, life skills education is in the school curriculum, where the subject´s main goals and emphases are outlined. However, only a few schools had submitted a teaching plan for the subject.
  The schools mostly used formal learning materials at the youngest level, but it decreased as the school levels increased. 39,2% of the schools used special syllabus for 1st graders while only 15,7% of the schools taught special syllabus for 10th graders.
  48% of the interviewers felt that the teaching and training the pupils got in psycho-social skills was sufficiently high, but 41% found it insufficient and 11% of the interviewers could not give their opinion. In the opinion of the interviewers, whether the education and training were sufficiently targeted, 54% said it was but 38% did not feel the education was sufficiently targeted and 8% said they were not sure.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28543


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geðrækt - Staða lífsleikni í íslenskum grunnskólum - Íris Dögg H. Marteinsdóttir MA.pdf3.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni - Íris Dögg H. Marteinsdóttir .pdf170.65 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna