is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28544

Titill: 
  • Nemendamiðuð forysta : aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsóknar er að varpa ljósi á hvernig ég sem aðstoðarskólastjóri á fyrsta ári í starfi get nýtt mér kenningar Viviane Robinson (2011) um nemendamiðaða forystu (e. student-centered leadership) til að þróa starf mitt. Ástæða þess að nemendamiðuð forysta varð fyrir valinu er að ég vil sem aðstoðarskólastjóri leggja áherslu á að nemendur séu ávallt í brennidepli, að við stjórnendur getum haft bein áhrif á starfsmenn okkar með þeim afleiðingum að það skili sér alla leið til nemandans í aukinni vellíðan og námsárangri. Rannsóknarspurningin er: Hvernig getur aðstoðarskólastjóri stuðlað að nemendamiðaðri forystu? Spurningalistar voru lagðir fyrir alla starfsmenn skólans vorið 2016 og ári síðar, vorið 2017, voru tekin viðtöl við þá. Þess á milli reyndi ég að tileinka mér starfsaðferðir nemendamiðaðrar forystu og skrifaði dagbók um það ferli. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mjög margt gott hafi áunnist þetta skólaárið. Þar má helst nefna aukið traust kennara til skólastjórnenda, m.a. um að leysa flókin vandamál, og kennarar töldu sig skuldbundnari til að aðstoða nemendur við að ná námsmarkmiðum sínum. Enn þarf að vinna að úrbótum á námsmati en fyrirhuguð tölvuvæðing hefur jákvæðan meðbyr. Umræða um árangursríkt nám og kennslu hefur aukist til muna og ánægja starfsfólks einnig. Ég tel að kenningar Robinson (2011) um forystuhæfni hafi nýst mér vel til að styrkja mig sem stjórnanda og þessar jákvæðu niðurstöður megi rekja til þess. Þegar allir vita hvaða hlutverki þeir gegna gengur tannhjólið eins vel og unnt er.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nemendamidud_forysta_M.Ed._IrisAnnaSteinarrsdottir.pdf2.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Íris_Anna_skemman_yfirlysing.pdf100.22 kBLokaðurYfirlýsing PDF