is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28546

Titill: 
  • Tónlistartilraunir í kennslu yngri barna : að virkja skapandi ferli – hljóðtilraunir í kennslu yngri barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta til M.ed. prófs við Kennaradeild Háskóla Íslands, Tónlistartilraunir í yngri barna kennslu . Að virkja skapandi ferli – hljóðtilraunir í yngri barna kennslu, er í formi starfendarannsóknar á skapandi kennslu og hvernig skapandi ferli er virkjað í yngri barna kennslu með hugleiðslu og hugleiðslutónlist. Tilurðin var reynsla rannsakanda af kennslu á yngri barnasviði þar sem erill og áreiti er mikið. Hafði rannsakandi áhuga á að kynna nemendur fyrir hugleiðslu og jákvæðum áhrifum hennar á bæði nemendur sjálfa sem og í andrúmsloftið í skólastofunni. Tilgáta rannsakanda voru þær að hugleiðslan leiddi til kyrrðar fyrir hvern og einn sem gæfi nemendum meiri vellíðan í skólanum og gæti kallað fram meira svigrúm til skapandi náms. Til að kanna það var samið verkefni, Tónlistartilraunir í yngri barna kennslu, og var því ætlað að tvinna saman fyrri reynslu nemenda af hugleiðslu og hugleiðslutónlist í tímum og svo að vinna sjálf eigin hugleiðslutónlist. Ferlið allt tók heilan vetur í kennslu þar sem byrjað var á því í byrjun skólaárs að kynna nemendur fyrir og þjálfa í hugleiðslu í tímum. Verkefnið var svo lagt fyrir að vori þegar nægileg þekking og reynsla hafði skapast hjá nemendum. Ferlið sem fór í gang við þessa innlögn var tilraunaferli þar sem nemendur höfðu ekki kynnst hugleiðslu í skólastarfi áður með áherslu á skapandi nám og kennslu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að til að virkja hið skapandi ferli hjá nemendum þarf meira til en skapandi kennslu. Ákveðnir þættir þurfa að vera til staðar svo hægt sé að segja að skapandi kennsla kalli fram skapandi nám og ferli. Kennarinn þarf að virkja nemendur í tilraunum, vera óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í kennslu og efnisvali til að kalla fram ný sjónarhorn og nýta þau tækifæri sem gafast hverju sinni. Nemendur fengu þjálfun og innsýn í hvernig takast eigi við verkefni þar sem þau fengu frjálsar hendur til að skapa innan ákveðins ramma sem mótaðist af fyrri þekkingu og reynslu. Verkefnið stuðlar vonandi að áframhaldandi óhefðbundnum leiðum sem rannsakandi og kennarar geta farið í kennslu til að efla skapandi ferli í kennslu og námi. Ennfremur er það von rannsakanda að með verkefni sem þessu komi í ljós nauðsyn þess að kynna grunnskólanemendum fyrir hugleiðslu og hugleiðslutækni til að auka á vellíðan og hvetjandi vinnuumhverfi í grunnskólum og eflingu skapandi náms.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Lokaútgáfa Sniðmát.pdf15.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf106.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF