is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28547

Titill: 
 • „Að setjast niður og fara yfir málið án þess að vera með einhverjar blómaskreytingar“ : starfsumhverfi, foreldrasamstarf og faglegt sjálfstæði kennara í skólum í krefjandi umhverfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með áherslubreytingum í menntamálum var lagt upp með aukið frelsi og lýðræði hvers skóla en jafnframt varð ábyrgð þeirra meiri. Breytingarnar áttu að hafa í för með sér faglegt sjálfstæði kennara við skipulag kennslu og ákvarðanir um skólamál. Ýmislegt bendir til að það hafi ekki gengið eftir sem skyldi.
  Í ritgerðinni er sagt frá framkvæmd og niðurstöðum tilviksrannsóknar við grunn–skólana í Breiðholti. Breiðholt varð fyrir valinu þar sem þar er óvenju mikið um innflytjendur og tekjur eru almennt lægri en annars staðar í Reykjavík. Reynt var að fá fram hvað einkennir skólasamfélagið í hverfinu og hver upplifun kennara er af kröfum sem gerðar eru til þeirra í starfi, með áherslu á faglegt sjálfstæði þeirra og sjálfsmynd. Unnið var út frá sjónarhorni gagnrýninna félagskenninga, þar sem sögulegt, félagslegt og pólitískt samhengi skólasamfélagsins er skoðað sem og áhrif þess á starfsaðstæður kennaranna. Gagna var aflað með viðtölum við níu umsjónarkennara sem allir hafa kennt í 10 ár eða lengur við skóla í krefjandi umhverfi. Jafnframt var gögnum safnað í gegnum tölvupóstsamskipti við aðila tengda skólamálum, með heimsókn í Þjónustumiðstöð Breiðholts og með upplýsingaöflun á internetinu, þ.e. athugun á rannsóknarniðurstöðum og ýmiss konar öðrum vefsíðum, í dagblöðum og með þátttöku í Menntaspjalli.
  Kennararnir upplifðu allir að þættir tengdir félagsfærni væru orðnir fyrirferðarmeiri í kennslu og tækju meiri tíma en áður. Samfélagið væri orðið flóknara og æ ríkari kröfur gerðar til skóla um að leysa vandamál. Af þessu leiðir að vinnuálag kennara eykst. Nemendur sem þurfa stuðning við nám sitt fjölgar í hverfinu, en á sama tíma var upplifun kennaranna að starfsfólki fari fækkandi í skólunum með þeim afleiðingum að stuðningur hafi minnkað og jafnvel horfið í einhverjum tilfellum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu meðal annars í ljós að reynsla í starfi vó þyngst í sjálfsmynd kennaranna. Þeir eru meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til sjálfra sín til að uppfylla allt sem viðkemur námi og kennslu nemenda og hvað þeim finnst vera raunhæft. Upplifun kennaranna er að vinnufyrirkomulagið sé flóknara nú en áður. Helsti valdur þess sé að þeir þurfi stöðugt að sýna fram á vinnu sína með ýmiss konar skráningu og mati. Áhrif þess virka hamlandi á faglegt sjálfstæði kennaranna.

 • Útdráttur er á ensku

  Teacher´s working condition and professional autonomy in schools located in disadvantaged school area in Reykjavik, Iceland

  The dominant discourse in education policy and governance is on increased school autonomy, democracy and inclusion. Concurrently, there is more accountability and evaluation. These changes were supposed to increase schools and teachers professional autonomy in organising teaching and decision making concerning educational matters. It appears as this has not worked as well as was expected.
  This qualitative case study concerns teachers’ working conditions and professional autonomy in primary schools in Breiðholt. Breiðholt is a suburb in Reykjavík and was chosen for this research because of its high ratio of immigrants and low-wage parents when compared to other neighbourhoods in Reykjavík. The aims were to shed light on a) the social and political context of the area and its five schools and b) teachers’ experiences of the requirement in their work with emphasis on their autonomy and identity. The work was based on critical social theory where the historical, social, and political context of school communities are explored, along with how they shape teachers’ working conditions. Data was gathered by interviewing nine classroom teachers, who all have teaching experience of ten years or longer in Breiðholt. In order to understand the social and political context of the schools, various forms of data were collected and analysed, such as statistics from the administration, information from professionals at the community centre of Breiðholt and published reports, newspaper articles and school web pages.
  All the teachers experienced more intensive emotional and social workload in their teaching. Society has become more complicated and more demands are being made on schools to solve social problems due to broader inequality with increased workload on teachers. The number of pupils who need educational support is increasing in the neighbourhood. At the same time, teachers experience, that number of staff is decreasing with the consequences that the needed support has declined or even faded away.
  The results indicate that long teaching experience helped teachers to keep their positive self-image, despite negative reports and rumors about the schools. They are aware of the demands they put upon themselves to fulfil everything concerning the learning and teaching of their students and what they believe to be realistic. According to the teachers, the work arrangement is more complicated than before. The main cause of this is that they constantly need to prove their work within a frame that is consistently being constructed with increasing accountability and evaluation that are difficult to fulfil. This results more restrictions on the teachers’ professional autonomy.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um lokaverkefni.pdf255.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF
„Að setjast niður og fara yfir málið án þess að vera með einhverjar blómaskreytingar“ Starfsumhverfi, foreldrasamstarf og faglegt sjálfstæði kennara í skólum í krefja.pdf2.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna