is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28548

Titill: 
  • Barbie og bílar, bleikt eða blátt : kyngervi leikskólabarna og áhrif innra starfs leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er lokaverkefni höfunda til BA-prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Tilgangur verkefnisins er að skoða hvort leikskólinn stuðli með einhverjum hætti að kynjaðri skiptingu barna. Notast var við etnógrafískt rannsóknarsnið, þar sem framkvæmdar voru vettvangsathuganir á tveimur leikskólum og tekin voru óformleg viðtöl við starfsfólk og börn á vettvangi. Einnig voru tekin tvö hálfopin eigindleg viðtöl við skólastjórnendur. Gengið er út frá mótunarhyggju sem felur í sér að umhverfið móti einstaklinginn. Fjallað er um samfélag og staðalmyndir barna, auk þess sem fjallað er um kynjaðan leik barna og þróun hans. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig getur innra starf leikskóla stuðlað að eða dregið úr kynjaðri skiptingu þegar kemur að leik, leikföngum og viðfangsefnum leikskólabarna? Hvernig birtist kynjuð skipting í leik og útliti leikskólabarna?
    Helstu niðurstöður benda til þess að leikskólarnir tveir vinni meðvitað að því að draga úr kynjamun. Leikskólarnir stuðla ekki að kynjamun þegar kemur að efnivið. Efniviður leikskólanna tveggja er þannig gerður að hann henti báðum kynjum og er valinn út frá þroska barnanna, en samt sem áður leika kynin sér á mismunandi hátt með efniviðinn. Leikskólarnir hafa ekki áhrif á mótun kyngervis heldur koma börnin með fyrirfram mótaðar hugmyndir á leikskólana og verða þeir við óskum barnanna þar sem áhrifin eru alls staðar í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing_lokaverkefni_1.05.17.pdf159,76 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_Johanna og Kristin copy.pdf475,06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna