Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28549
Vald fjölmiðla í orðræðunni um fólk af erlendum uppruna er töluvert og er einn stærsti áhrifavaldur á viðhorfum og framkomu samfélaga til minnihlutahópa. Fréttaumfjöllun getur valdið ýktum staðalímyndum og leiðst út í neikvæða umræðu. Í þessari ritgerð er orðræða fjölmiðla greind út frá jákvæðri og neikvæðri umfjöllun um flóttafólk og hælisleitendur í samfélaginu. Rannsóknaraðferðin sem notuð var er orðræðugreining. Við gagnaöflun voru leitarorðin útlendingur, innflytjandi, flóttamenn og hælisleitendur notuð. Gögn frá RÚV og Fréttablaðinu voru notuð vegna aðgengis að þeim. Við greiningu gagna voru þrjú þemu valin: glæpavæðing, börn og dvalarleyfi. Umfjöllun um glæpavæðingu þessara hópa er mestmegnis neikvæð í fjölmiðlum og oft greint frá þjóðerni. Þegar fréttir eru skoðaðar í tengslum við dvalarleyfi sést að gagnrýni er á kerfið og oft varpað ljósi á bága stöðu umsækjenda. Ljóst er að umfjöllun í fjölmiðlum er misjöfn og ber að vanda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjölmiðlar og fólk af erlendum uppruna..pdf | 1.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_08.05.17 (1).pdf | 167.22 kB | Lokaður | Yfirlýsing |