is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28551

Titill: 
  • Uppbyggileg réttvísi : úrræði fyrir ungmenni sem hafa leiðst út í afbrot
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er hefðbundin rannsóknarritgerðar, unnin upp úr fræðum. Ritgerðin fjallar um hugmyndafræði og aðferð sem kölluð er uppbyggileg réttvísi og er notuð innan réttarkerfa bíða um heim. Uppbyggileg réttvísi miðar að því að aðstoða afbrotamenn við að axla ábyrgð á gjörðum sínum, ná sáttum við brotaþola og koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér aftur. Mikil vöntun er á úrræðum fyrir börn og ungmenni á Íslandi sem leiðst hafa út í afbrot og því mikilvægt að leita nýrra leiða fyrir þennan hóp, sér í lagi þar sem afbrotum á Íslandi fer fjölgandi. Tvö tilraunaverkefni um efnið hafa verið gerð á Íslandi en þau stóðu stutt yfir og var ekki fylgt eftir. Þroski sem á sér stað hjá ungmennum er ekki aðeins líkamlegur eins og margir telja heldur á sér einnig stað mikill þroski í heila þeirra. Í ljósi rannsókna sem gefið hafa til kynna að heili ungmenna sé að þroskast fram á fullorðinsaldur má álykta að aðferðir uppbyggilegrar réttvísi geti haft mikilvæg mótandi áhrif á einstaklinginn til góðs. Ritgerð þessa mætti nota sem stuðning til innleiðingar úrræðisins í íslensku réttarkerfi fyrir ungmenni sem hafa leiðst út í afbrot.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28551


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Uppbyggileg réttvísi.pdf759.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Jónína_Sigurðardóttir_Yfirlýsing.pdf389.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF