is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28552

Titill: 
 • Foreldrar grunnskólabarna vilja fjölbreytni í kennarahópnum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er gerð grein fyrir viðhorfum foreldra til karlkyns grunnskólakennara. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn, byggð á póststrúktúralískum sjónarmiðum þar sem eðlislægum mun á kynjunum er hafnað. Rannsóknaráherslan er femínísk og stuðst var við þemagreiningu við greiningu gagna. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á viðhorf foreldra til grunnskólakennara og á hvaða hátt kyn kennara hefur áhrif á þau viðhorf. Þess er vænst að hún geti stuðlað að aukinni dýpt í umræðunni um kyn kennara og um ólíkar kröfur til kvenna og karla í samfélaginu.
  Viðmælendur voru alls átta, fimm konur og þrír karlar á aldrinum 34‒48 ára. Fimm viðmælendur voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en þrír á landsbyggðinni. Gögnum var safnað með samtals sex viðtölum við foreldrana. Allir áttu viðmælendur bæði dreng og stúlku í grunnskóla og annað barnið var á yngsta eða miðstigi. Einnig var það skilyrði sett að annað barnið hefði karlkyns umsjónarkennara. Samtals voru börn viðmælenda í fimm grunnskólum þegar viðtölin voru tekin.
  Rannsóknin varpar ljósi á að kyn kennara er mikið til umræðu meðal foreldra en kennslukörlum og kennslukonum eru þó ekki endilega eignaðir sömu eiginleikar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að foreldrar eru almennt jákvæðir í garð karlkyns grunnskólakennara en þó má greina kynjaðar væntingar í viðhorfum þeirra. Viðhorf viðmælenda endurspegla að miklu leyti viðhorf og umræðu samfélagsins um nauðsyn þess að fjölga körlum í kennslu en af ólíkum ástæðum. Þá var kyn kennara ekki undanskilið í umræðunni um virðingu, aga og umhyggju og voru sumir eiginleikar frekar eignaðir öðru hvoru kyninu.
  Viðtölin voru efnisrík og gefa rannsóknin og niðurstöður hennar gagnlegar vísbendingar um viðhorf foreldra til karlkyns grunnskólakennara. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að mestu samhljóma fyrri rannsóknum en sumt bar á milli.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands
Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Foreldrar grunnskólabarna vilja fjölbreytni í kennarahópnum.pdf916.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kennslukarlar undir smásjá foreldra.pdf607.25 kBLokaður til...13.05.2089FylgiskjölPDF
Maríanna_Jónsdóttir_yfirlýsing.pdf232.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF