is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28553

Titill: 
  • Listin að tala : munnleg tjáning á unglingastigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Munnleg tjáning virðist hafa lítið vægi í íslenskum grunnskólum þrátt fyrir ótvírætt mikilvægi hennar. Sterkar vísbendingar benda til þess að góður framburður sé undirstaða góðrar stafsetningar og að tengsl virðist vera á milli lesskilnings og vandaðs upplesturs. En hverjar eru ástæðurnar fyrir því að nemendur fá litla þjálfun í munnlegri tjáningu þegar vísbendingar benda á mikilvægi hennar. Þar af leiðandi er spurt: Hvers vegna virðast nemendur í grunnskóla almennta fá takmarkaða þjálfun í munnlegri tjáningu? Leitast var við að svara því með því að skoða áherslur aðalnámskrár, námsefni á unglingastigi og undirbúning kennaraefna. Niðurstöður sýndu að aðalnámskrá leggur mikla áherslu á munnlega tjáningu, svo skýringin fyrir takmarkaðri þjálfun í efninu er ekki að finna þar. Aftur á móti gæti eina af skýringunum fyrir lítilli þjálfun í munnlegri tjáningu verið að finna í skorti á námsefni sem ætlað er unglingastigi, þrátt fyrir ýmsar úrbætur á því síðastliðin ár. Í öðru lagi fá kennaranemar litla sem enga þjálfun í efninu sem skýrir mögulega að einhverju leyti hvers vegna þjálfun í munnlegri tjáningu er ábótavant í grunnskólum landsins. Viðhorf kennaranna gæti einnig haft mikið að segja um hvernig kennslu í munnlegri tjáningu er háttað. Niðurstöðurnar hafa mikla þýðingu fyrir samfélagið því við þeim þarf að bregðast. Í fyrsta lagi þarf að auka framboð á námsefni fyrir kennslu munnlegarar tjáningar á unglingastigi sem samræmist þeim áherslum sem finna má í aðalnámskrá. Einnig þarf þjálfun kennaranema að verða markvissari því þeir verða að geta miðlað ákveðinni reynslu í þessum fræðum. Þar að auki þarf að huga að endurmenntun kennara hvað varðar munnlega tjáningu.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf10.57 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Listin að tala.pdf293.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna