is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28554

Titill: 
  • Nýtt námsmat : viðhorf íslenskukennara og aðferðir þeirra við mat á hæfni nemenda
  • Titill er á ensku New assessment criteria : Icelandic teachers' attitudes and methods of evaluating students' performance
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér er sagt frá eigindlegri rannsókn á viðhorfum sjö íslenskukennara í grunnskólum gagnvart nýju námsmatsfyrirkomulagi. Megintilgangurinn var að fá skilning á viðhorfum kennara til nýja námsmatsins og hvort námskráin hefði haft áhrif á kennsluhætti. Rannsóknin var unnin út frá eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver eru viðhorf íslenskukennara í grunnskólum gagnvart nýju námsmatsfyrirkomulagi og hvernig hefur tekist að meta hæfni nemenda eftir breytingarnar? Rannsóknin var unnin á vormisseri 2017 og voru þátttakendurnir sex konur og einn karl á aldrinum 36–53 ára.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að viðhorf kennaranna hafi í byrjun verið afar neikvætt því að nýja námsmatsfyrirkomulagið var ekki nógu vel kynnt. Það var á þeirra ábyrgð að útfæra nýja námsmatið og ekki tiltækur gagnabanki, með verkefnum tengdum hæfniviðmiðum og matsviðmiðum, sem kennararnir gátu stuðst við. Í stað þess sögðust þeir sitja sveittir við að reyna að finna upp hjólið. Að þeirra mati er hugmyndin hins vegar góð og nýja námsmatið virðist hafa haft jákvæð áhrif á íslenskukennslu. Kennararnir eru sammála um að kominn hafi verið tími til að stokka upp kennsluhætti þar sem alltof margir hefðu tilhneigingu til að hjakka í sama farinu. Þeim þótti kennslan hafa verið of námsbókamiðuð og einkennst af ofnotkun á eyðufyllingarverkefnum. Með nýja námsmatinu segjast kennararnir hafa þurft að kollsteypa bæði kennsluaðferðum sínum og verkefnum nemendanna og þeir telja það jákvætt; kennslustundirnar séu nú meira lifandi, verkefnin fjölbreyttari og nemendurnir ánægðari.
    Nýja námsmatið felur í sér að kennarinn þarf að tengja hæfniviðmið og matsviðmið við verkefni nemenda. Það gefur augaleið að ekki er hægt að meta fjölbreytta hæfni með kyrrsetu og þögn inni í kennslustofum.

  • Útdráttur er á ensku

    This M.Ed. thesis discusses Icelandic teachers' attitudes towards new assessments of learning in elementary schools. The main purpose is to gain insight into changed assessment methods along with highlighting the big changes occurring in a new National Curriculum (2013). The research questions were „What are Icelandic teachers' attitudes towards using new ways of assessing learning in elementary school?“ and „How have they succeeded in evaluating students' competence after the changes?“ The research was carried out in the spring of 2017. In order to obtain answers to the research questions, seven teachers were interviewed. The participants were six women and one man, aged between 36–53 years.
    The conclusions indicate a negative attitude towards the implementation of the new assessment as the teachers feel it was badly introduced in the beginning. It became the responsibility of the teachers to design the new assessment and no supporting database was available. Therefore the teachers said that they found themselves struggling to reinvent the wheel. On the other hand they thought the idea of changing assessment methods was good and they thought that it could have a positive effect on teaching in Icelandic lessons. Teachers agreed that changes are needed in the field of teaching as so many are stuck in obsolete methods. Furthermore, the teachers feel that they have been pushed into overturning their former ways of teaching and that their students are responding to the changes in a positive way. According to the teachers, the lessons are livelier, assignments more diverse and students are happier.
    The new assessments involves that the teacher needs to connect competence criteria and evaluation criteria with students' assignments and, obviously, it is impossible to evaluate diverse competence in a still and quiet classroom.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Hrund Heimisdóttir - Meistararitgerð.pdf904,47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf193,52 kBLokaðurYfirlýsingPDF