is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28557

Titill: 
  • Öðruvísi sýn á stærðfræði : stærðfræðinám blindra og sjónskertra nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenskir grunnskólar starfa samkvæmt skólastefnunni skóli án aðgreiningar. Með tilkomu þeirrar stefnu hefur aðgengi fatlaðra nemenda að námi aukist til muna. Þó eru enn víða ríkjandi neikvæð viðhorf til þátttöku fatlaðra nemenda í hefðbundnu skólastarfi. Til að mynda virðist eins og það sé ekki gert ráð fyrir að blindir og sjónskertir nemendur læri meira en helstu grunnatriði í stærðfræði. Stærðfræði er að vissu leiti sjónrænt fag en stærðfræðiskilningur fæst að miklu leiti með sjónrænni úrvinnslu, hlutbundinni vinnu og umræðum. Þar sem blindir og sjónskertir nemendur ná ekki að vinna úr sjónrænum upplýsingum er mikilvægt að komið sé til móts við þarfir þeirra með aukinni áherslu á umræður, hlutbundna vinnu ásamt notkun ýmis konar hjálpartækja sem gera stærðfræðina aðgengilegri. Fyrst og fremst þarf þó að huga að því að taka á móti þessum nemendum með opnum huga og gæta þess að kröfur gerðar til þeirra séu sambærilegar á við kröfur á sjáandi nemendur. Stærðfræðinám blindra og sjónskertra nemenda er lítið rannsakað viðfangsefni bæði hérlendis og erlendis og byggja þær kennsluaðferðir sem oftast eru notaðar á hefðum og reynslu frekar en rannsóknum. Það er því ósk höfundar að ritgerð þessi varpi skýrara ljósi á þau úrræði sem stuðla að árangursríku stærðfræðinámi blindra og sjónskertra nemenda og hvetji til frekari rannsókna.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Kolbrún Guðmundsdóttir.pdf841.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing vegna lokaverkefnis_Kolbrún Guðmundsdóttir.pdf185.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF