is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28558

Titill: 
  • Áhugi og þörf fyrir tómstundanámskeið í textíliðju
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með meistaraverkefninu var að gera rannsókn á áhuga barna á aldrinum 10-13 ára á skapandi textíliðju í námskeiðsformi og hvort það sé raunhæfur kostur í því tómstundavali sem í boði er eftir að skóla lýkur á daginn. Rannsóknaspurningin er: Hvernig gæti tómstundanámskeið í skapandi textíliðju fyrir utan hefðbundið skólastarf verið skipulagt? Rannsóknin byggir á megindlegri aðferð þar sem spurningakönnun var lögð fyrir 10-13 ára nemendur í tveimur skólum í Mosfellsbæ. Jafnframt var foreldrum þeirra send spurningakönnun um hvort vilji væri fyrir slíku námskeiði fyrir börn þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar beindist að því að hanna textílnámskeið eftir skólatíma sem svaraði áhuga og þörfum þeirra sem kæmu fram í rannsókninni. Niðurstöður sýna að munur var á svari kynja hjá börnunum þegar spurt var hvort þau hefðu áhuga á að sækja námskeið í textíliðju og voru stúlkurnar mun jákvæðari. Þó voru nokkrir drengir sem sýndu áhuga. Þegar spurt var hvort þau væru í öðrum tómstundum þá voru stúlkurnar í miklum meirihluta þeirra sem stunda tómstundir. Drengirnir virtust ekki hafa tengt íþróttir við tómstundir vegna þess að svör þeirra gáfu til kynna að þeir stundi ekki tómstundir. Þó má telja líklegt að drengir á þessum aldri stundi ýmsar íþróttagreinar. Vinsælasta textílaðferðin sem nemendur merktu við var að prjóna og sauma á saumavél. Í foreldrakönnuninni kom fram mikil jákvæðni fyrir námskeiði í textíliðju fyrir börn. Í rannsókninni var lagt upp með að vinna markvisst að því að útbúa námskeið og skapandi umhverfi fyrir börn sem hafa mikinn áhuga á textíliðju og tengja það við tómstundaval eftir að skóla lýkur á daginn. Samkvæmt niðurstöðum þá eru komin drög að námskeiðsformi sem hægt er að stofna og þar sem markmiðið er að efla almennan áhuga á textíliðju meðal barna á aldrinum 10-13 ára. Þá ætti að vera möguleiki hjá þeim börnum sem hafa hæfni á þessu tiltekna sviði að sækja slíka tómstund í samræmi við annað sem boðið er upp á í skapandi greinum.

  • After school leisure activities in textile art
    The subjects in this study were 10-13 year old children. The aim was to find out if this group of children were interested in some kind of creative textile work after school in the afternoon. Also whether it is a realistic option for the children during that leisure time.The children‘s parents were also sent a questionnaire to find out if they were likely to send their children to that kind of activity. The study is based on a quantitative method and includes a questionnaire for children aged 10-13 years old in two different schools in Mosfellsbær and a questionnaire to their parents. The main purpose of the survey was to help in developing a creative textiles workshop to suit the needs of the group, in accordance with their answers to the questionnaire. There was a marked difference in the answers given, based on gender. The majority of the girls were positively inclined towards the after school leisure activities in creative textile work. This was not the case with the boys. But nonetheless there were a few boys who showed interest in this option. When questioned if they were participating in any other leisure activities, the majority of the girls responded positively to the question. When the boys answered this same question a majority said they did not pursue after school leisure activities in spite of the fact that they most likely are participating in some kinds of sports activities. The most popular method among the textile activities chosen were knitting and sewing on sewing machines. The responses of the parents showed that they were very positive about sending their children to a textile workshop. In this research the aim was to work systematically to create after school leisure activities in creative textile work for children who are interested in textile and offer them the opportunity to choose this kind of activity after the school day. Children who have a talent for, and are interested in, creative textile work should be able to choose the activities that they are interested to participate in. The purpose of this kind of course is also to reinforce a general interest in textile leisure activities among children aged 10-13 years. With after school workshops in creative textile these children have a chance to further improve their natural talents through creatively working with textiles along with other creative pursuits that are being offered.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_29_5_2017.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
KJG7_skemman_yfirlysing.pdf30.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF