is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28559

Titill: 
  • Hvernig lærum við að tala ensku? : efling munnlegrar færni nemenda á öðru þrepi enskunáms í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða með hvaða hætti munnlegri færni nemenda á öðru þrepi í enskukennslu í framhaldsskóla sé háttað. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um hve mikil áhersla er lögð á færniþáttinn talað mál í ensku og hvort það þörf sé á að leggja frekari áherslu á hann í kennslu.
    Rannsóknin er eigindleg þar sem rætt var við níu kennara úr þremur framhaldsskólum af höfuðborgarsvæðinu og sex nemendahópa, tvo úr hverjum þeirra.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að kennarar virðast tala ensku í kennslustundum en nemendur svara á íslensku og nota íslensku í samtali sín á milli. Á meðal þátttakenda í rannsókninni virðast talmálsverkefni vera fátíð en þykja skemmtilegust. Áhrif námsefnis virðast sterk bæði við val á viðfangsefnum og kennsluhætti. Kennarar vilja efla kennslu sem styrkir talmálsfærni nemenda, bæði samtal þeirra og eintal á ensku. Þá virðist áhrif nemenda á verkefnaval greiða fyrir samtali þeirra á milli. Verkefni þar sem þau velja sér sjálf og hafa áhuga á virðast vera auðveldari í gerð og eru nemendur oft öruggari að tala um eitthvað sem þau þekkja frekar en fræðilegan texta sem er hluti af kennsluáætluninni. Dæmi um nám í óformlegum aðstæðum virðast hafa skýr áhrif á enskunám nemenda þótt gæði þess sé séð með ólíkum hætti. Sýn kennara á áfangalýsingar og skólanámskrá er misjöfn en allir í rannsókninni voru sammála um að kennsla þeirra væri í góðu samræmi við það sem kemur fram í námskrá. Meginhugmyndir um aukinn stuðning við enskukennara fólu í sér tillögur að mótun gagnabanka með verkefnum fyrir nemendur að leysa og námskeið eða fræðslu fyrir kennara með ólíka starfsreynslu.
    Niðurstöður benda til þess að endurskoða þurfi kennsluáætlanir fyrir áfanga sem kenndir eru á fyrstu stigum framhaldsskólanna, auka stuðning við kennaramögulega með mótun verkefnagagnabanka og að efla þurfi færniþáttinn talað mál í kennslustundum svo nemendur verði betur í stakk búnir að tjá sig í fjölbreyttum aðstæðum.
    Kannski er tilefni til að framkvæma megindlega rannsókn til að staðfesta þær tilgátur sem komu úr þessari rannsókn, það er að segja, mæla hvort aukið talað mál skili betri árangri eða nemendum sem eru betur búnir undir framtíðina.
    Lykilorð: enskukennsla, framhaldsskóli, talað mál

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Guðrún Jónsdóttir - M.ed ritgerð.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf269.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF