is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28560

Titill: 
 • Menningarlæsi í kennslustofunni : hvernig unnt er að sinna menningarlæsiskennslu í dönskukennslu í íslenskum grunnskólum
 • Titill er á ensku Cultural Competence in the Classroom : how it is possible to work with cultural competence in Danish classes in Icelandic compulsory schools.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Það þarf að kenna menningarlæsi í veröld þar sem alþjóðavæðingin gerir heiminn stöðugt margbreytilegri og eykur þar af leiðandi mikilvægi þess að fólk beri virðingu fyrir hvort öðru, geri sér grein fyrir því hvað gerir það ólíkt en ekki síst því sem er sammannlegt. Kennurum erlendra tungumála í grunnskólum er uppálagt samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla að gera nemendur meðvitaða um menningarlæsi í gegnum tungumálakennsluna.
  Markmið og tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á það hvernig unnt er að stuðla að, kenna og vinna með menningarlæsi í dönskukennslu í íslenskum grunnskólum og fá innsýn í viðhorf kennara til þessa þáttar tungumála-kennslunnar.
  Rannsóknargagna var aflað með blandaðri aðferð. Fyrst var megindlegum gögnum var safnað í gegnum spurningakönnun sem dreift var til starfandi dönskukennara um land allt þar sem spurt var m.a. um þekkingu þeirra á menningarlæsi og hvernig þeir töldu sig í stakk búna að sinna þeim þætti dönskukennslunnar. Eigindlegum gögnum var svo safnað með viðtölum við sex dönskukennara þar sem farið var dýpra ofan í efnið og meðal annars spurt um það hvernig þessir kennarar sinna þessum þætti kennslunnar.
  Mikill meirihluti svarenda telur mikilvægt að kenna menningarlæsi í tungumála-kennslu en jafnframt að umfjöllun Aðalnámskrár grunnskóla sé ekki nægilega skýr um efnið. Þegar kemur að kennslu í menningarlæsi telja svarendur að nemendaferðir eða önnur slík bein tenging við tungumálið og landið sem kenna á um sé það sem gagnist best til að auka menningarlæsi nemenda.
  Mikilvægt er að þeir sem kenna dönsku og eiga að miðla menningu Danmerkur til nemenda hafi til þess haldbæra þekkingu og undirbúning. Þar sem stór hluti þeirra sem sinna dönskukennslu á Íslandi er ekki með dönskukennaramenntun og/eða hefur ekki búið í Danmörku þurfa skólayfirvöld að sjá til þess að í boði sé gagnlegt nám og námsefni fyrir kennaranema og viðeigandi endurmenntun kennara svo hægt sé að uppfylla kröfur Aðalnámskrár grunnskóla hvað kennslu í menningarlæsi varðar.

 • Útdráttur er á ensku

  It is important to teach cultural competence in a world where internationalization is making the world more diverse. It is thus becoming more important that people respect each other and are aware of what makes them different and not less important what they have incommon as human beings. Those that teach foreign languages in primary schools in Iceland are directed by the Icelandic National Curriculum for Compulsory Schools to make students aware of cultural competence or cultural literacy through language classes.
  The purpose and goal of this research is to shed a light on how it is possible to conduce, teach and work with cultural competence in Danish classes in Icelandic compulsory schools and get the insight from teachers as to this part of the language lessons.
  A mixed-method approach was used to gather research data. First quantitative data was gathered through a questionnaire that was distributed among teachers of Danish around the country where they were asked about their knowledge of cultural competence and how they felt they could implement that part in their teaching. Qualitative data was then gathered through interviews with six Icelandic Danish teachers about the same subject and they were also asked how they implement this part into their lessons.
  Most of the participants in this study feel that it is very important to teach about cultural compitence in the language-classroom and they also feel that the national curriculum chould be more clear and offer more guidance to teachers about the subject. When it comes to teaching cultural competence, the participants in the study feel that the most valuable method to contributing to students’ cultural competence is student exchanges or other direct communication to the language or country being taught about.
  It is very important that those that teach Danish and are supposed to communicate the Danish culture to students have a valid knowledge about the subject and are well prepared to do so. A large part of those that teach Danish in Icelandic schools are not educated Danish-teachers nor have lived in Denmark. That is why education-authorities must make sure that a useful course of study, refresher courses and teaching material is available so that it is in fact possible to meet the National Curriculum guideline for the teaching of cultural competence in langugage learning.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaskilKP.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Kristin_Petursdottir_2017.pdf182.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF