is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28561

Titill: 
  • Tákn með tali : mikilvægi samskipta í leikskólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er unnið með það að markmiði að komast að því hvort notkun Tákn með tali sé mikilvægur þáttur í starfi með leikskólabörnum. Bæði þegar litið er til barna sem eru með eðlilegan málþroska og þeirra sem eiga við málörðugleika að stríða. Annað markmið verkefnisins er að skoða mikilvægi þess að sem flestir, bæði börn og starfsmenn, sem koma að starfi á leikskóla kannist við, hafi reynslu og nota TMT. Til að fá góða yfirsýn yfir málefnið kynntum við okkur hugmyndafræði TMT, tókum viðtöl við sérkennslustjóra á tveimur leikskólum og starfandi þroskaþjálfa. Einnig kynntum við okkur hvað felst í starfi leikskóla samkvæmt lögum og reglugerðum og hvert hlutverk þroskaþjálfa er í starfi á vettvangi, hvaða áhrif málörðugleikar geta haft í för með sér í daglegu lífi og hversu mikilvæg snemmtæk íhlutun getur verið þegar þörf er á með börnum á leikskólaaldri. Líkt og kemur fram í 12.grein samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (nr. 18/1992) eiga þau börn sem geta tjáð sig þann rétt að segja skoðun sína í þeim málum er varðar barnið sjálft. Til að geta haft áhrif á sitt eigið líf er mikilvægt að hafa tök á því að hafa samskipti og því eru óhefðbundnar tjáskiptaleiðir svo sem TMT nauðsynlegar fyrir börn sem eiga undir högg að sækja þegar litið er til samskipta að okkar mati. Einnig getur TMT auðveldað börnum að eiga frumkvæði að samskiptum, viðhalda þeim og haft áhrif á umhverfi sitt. Niðurstöður okkar benda til þess að notkun og reynsla af TMT með leikskólabörnum sé mikilvægur þáttur í starfinu. Að auki sé það kostur fyrir alla leikskóla að nota TMT í því starfi sem er unnið og nauðsynlegt sé að bæði börn og starfsmenn hafi þekkingu og reynslu af TMT svo ávinningur þessarar samskiptaleiðar sé sem mestur.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Gkg11 og Kok20 PDF.pdf356,08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kristín Karls _ Guðbjörg_Grönvold skemma yfirlýsing.pdf145,89 kBLokaðurYfirlýsingPDF