is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28564

Titill: 
  • "Þetta er ekkert mál, þetta eru svo fá börn" : kostir og gallar fámennra skóla með augum kennara á Austur- og Norðausturlandi.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu er gerð grein fyrir rannsókn sem fram fór vorið 2017. Tilgangur rannsóknarinnar er að svara því hverjir séu kostir og gallar fámennra skóla, frá sjónarhorni kennara. Rannsóknin er tilfellarannsókn þar sem fá tilvik eru rannsökuð. Söfnun gagna fór fram með viðtölum sem framkvæmd voru auglitis til augnlits, í gegnum síma og í gegnum samskiptaforritið Skype. Viðmælendur voru kennarar í þremur fámennum skólum á Austur- og Norðausturlandi og voru þeir spurði vítt og breytt um málefni sem snerta kennslu í fámennum skólum í dag. Kennarar höfðu misjafna menntun og mismikla reynslu í starfi kennara. Niðurstöður sýna að bæði eru kostir og gallar við fámenna skóla. Samkennsla, of mikil nánd í samskiptum, fagleg einangrun og félagslegt mengi nemenda er meðal atriða sem fram koma sem gallar við það að vera kennari og við kennslu í fámennum skóla. Aftur á móti er einstaklingsmiðun, yfirsýn og agi meðal þeirra atriða sem fram koma sem kostir. Rannsóknin er hugsuð til þess að allir sem láta sér varða skólastarf í fámennum skólum geti stuðst við hana-, og jafnvel framkvæmt stærri rannsóknir á sama málefni. Einnig er vonast til þess að þeir sem ekki þekkja til kennslu í fámennum skólum öðlist innsýn í málefnið.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján Geir Þorsteinsson.pdf993.75 kBLokaður til...01.12.2025HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf100.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF