Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28565
Viðfangsefni þetta er lokaverkefni höfundar til B.Ed prófs í grunnskólakennslu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkið samanstendur af greinargerð og verkefnasafni fyrir 1. og 2. bekk í námsgreininni hönnun og smíði. Verkefnasafninu er ætlað að efla lausnamiðaða hugsun nemenda og stuðla að sjálfstæðum vinnubrögðum þeirra í gegnum ferlið frá hugmynd til lokaafurðar. Verkefnin falla að hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla fyrir hönnun og smíði á yngsta stigi námsins. Í greinargerðinni er fyrst fjallað um hugmyndafræði verklegrar þjálfunar og upphaf og þróun smíðakennslu í íslenskum grunnskólum. Þá er fjallað um þátt hönnunar- og smíðakennslu í Aðalnámskrá grunnskóla og gert grein fyrir námskenningum sem gætu stutt við kennslu ungra barna í hönnun og smíði. Að lokum eru gefnar leiðbeiningar um notkun verkefnasafnsins og ráðleggingar til kennara. Verkefnasafnið byggir á þrettán verkefnum og inniheldur jafnframt kafla um hönnun, innlagnir verkefna og námsmat.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.ed greinargerð.pdf | 883.1 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
B.ed verkefnasafn.pdf | 1.71 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
lilja_sigurdardottir_yfirlýsing.png | 1.33 MB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |