is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28568

Titill: 
  • Námsmat og ferilmöppur í leikskólum : hvernig hægt er að nýta ferilmöppur við mat á námi ungra barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að þróa leiðbeiningar fyrir gerð ferilmöppu, í leikskólanum þar sem ég starfa, með áherslu á að hægt sé að nýta ferilmöppuna til upplýsinga um barnið og gera námsferli þess sýnilegt. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar er það eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við starfsfólk leikskólans sem um ræðir. Viðtölin snérust um hvaða nám starfsfólkið vill sjá í ferilmöppum barnanna, hvernig við getum metið það nám og nýtt okkur upplýsingar úr ferilmöppu í þágu barnsins. Einnig voru fyrirliggjandi gögn skoðuð ásamt því að ræða ferilmöppuna á deildarstjórafundi. Hins vegar felst verkefnið í þróunarverkefni sem sett var á laggirnar í leikskólanum fyrir gerð ferilmöppu og gerð þróunaráætlun utan um tímaramma og verklag verkefnisins. Þróunarverkefnið snýst um að þróa leiðbeiningarform um innihald ferilmöppunnar sem starfsfólk leikskólans getur nýtt sér við gerð hennar. Einnig var gerð áætlun um hvernig námssöguskráningar verði hluti af námsmati í leikskólanum. Leiðbeiningarformið og áætlunin er byggð á gögnum sem aflað var, þar á meðal eru viðtölin, fyrirliggjandi gögnum og fræðilegum heimildum.
    Meginniðurstöður úr viðtölum voru að viðmælendur vildu leggja mesta áherslu á félagsleg samskipti í námi barna ásamt námsþáttum tengdum stefnum leikskólans, sem eru umhverfisstefna og læsisstefna, hreyfing þótti líka mikilvæg. Þeir töldu að skráningar og ljósmyndir væru hentugasta leiðin til þess að meta það nám og að hægt væri að nýta upplýsingar úr ferilmöppu til þess að aðlaga kennsluaðferðir og námsumhverfi að námi barna. Einnig væri hægt að nýta upplýsingarnar til þess að fá heildrænt mat á barninu, hverjir eru styrkleikar þess, hver er kunnátta þess og geta og hvar liggur áhuginn.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf973.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing útfyllt.pdf206.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF