is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28569

Titill: 
  • „Mín börn og þín börn“ : störf þroskaþjálfa í skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um hlutdeild og framlag þroskaþjálfa innan grunnskólanna í stefnu skóla án aðgreiningar. Varpað er ljósi á sérþekkingu þroskaþjálfa í grunnskólum og leitast við að skilgreininga hugmyndafræðina um skóla án aðgreiningar. Ritgerðin er eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við níu þroskaþjálfa sem allir starfa innan grunnskóla. Viðmælendur okkar hafa víðtæka starfsreynslu og greindu frá störfum sínum í rannsókninni. Markmið okkar er að kryfja störf þroskaþjálfa í skóla án aðgreiningar og kanna hvort sérþekking þroskaþjálfa nýtist nægilega vel í grunnskólum landsins. Í niðurstöðum kemur fram að borin sé virðing fyrir störfum þroskaþjálfa í grunnskólum en hins vegar eru þeir að glíma við viðhorf sem aðrar starfstéttir innan skólans hafa ekki tileinkað sér. Réttindagæsla er því stór partur af störfum þroskaþjálfa og markmiðið að gæta hagsmuna nemenda. Hugtakið skóli án aðgreiningar hefur verið áberandi í umræðunni síðastliðin ár og eru viðmælendur okkar sammála um að ekki gæti sameiginlegs skilnings á hugtakinu og að framkvæmdinni sé ábótavant. Þroskaþjálfar eru ung stétt innan grunnskólanna og eru ennþá að ryðja sér til rúms í skólasamfélaginu. Viðmælendur okkar vilja fá fleiri þroskaþjálfa inn í grunnskólana. Þroskaþjálfar eiga í nánu þverfaglegu samstarfi við aðrar fagstéttir og leita þar árangursríkra leiða til þess að gera skólagöngu barna sem besta. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að störf þroskaþjálfa séu mikilvæg innan grunnskóla og sérþekking þeirra og hugmyndafræði geti nýst í samstarfi við aðrar fagstéttir.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniBA_LovísaogMarthaLind.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf182.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF