is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2857

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu Child Routines Questionnaire
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar á bandaríska listanum Child Routines Questionnaire (CRQ), sem mælir daglegar rútínur hjá börnum. Einnig var athugað hvort ýmsar lýðfræðilegar breytur hefðu áhrif á rútínur barna. Þátttakendur í rannsókninni voru 634 foreldrar barna á aldrinum 6-13 ára. Börnin komu úr 5 grunnskólum víðsvegar að af landinu. Niðurstöður þáttagreiningar á CRQ-IS listanum sýndu fjóra þætti sem var sami fjöldi þátta og á CRQ í Bandaríkjunum. Íslensku þættirnir voru Heimilisskyldur, Samvera fjölskyldu, Daglegt líf og Agarútínur. Einn af bandarísku þáttunum, Heimanám, dreifðist á aðra þætti í íslensku útgáfunni og einn nýr þáttur, Samvera fjölskyldu, varð til í CRQ-IS. Það styður hugsmíðaréttmæti CRQ að listinn hefur jákvæða fylgni við tíðnikvarða Family Routine Inventory (FRI) og neikvæða fylgni við hegðunarvandamál barna, mæld með styrkleikakvarða Eyberg Child Behavior Inventory (ECBI). Innri áreiðanleiki CRQ-IS er góður og próffræðilegir eiginleikar sambærilegir bandarísku útgáfunni. CRQ-IS lofar góðu sem nýtt mælitæki á Íslandi til að mæla rútínur barna.

Samþykkt: 
  • 28.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CRQ-IS_fixed.pdf1.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna