Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28571
Lykillinn að útiveru er handbók ætluð börnum í 5. – 7. bekk ásamt fræðilegri greinagerð. Verkefnið sem er tvíþætt er ætlað að fræða börn um útiveru og ávinning af henni ásamt hugmyndum að leikjum og verkefnum til úrlausnar utandyra.
Handbókinni er skipt í tvo hluta, fyrri hlutinn er fróðleikur um klæðnað og veðurfar en síðari hlutinn er hugmyndabanki af leikjum.
Í greinagerðinni er fjallað um tómstundir, mikilvægi þeirra og hugtakið skilgreint. Einnig er fjallað um útiveru og ávinning hennar. Farið verður yfir helstu þætti sem stuðla að jákvæðri upplifun útiveru. Margar leiðir eru til náms og er útinám ein þeirra. Fræðimenn á borð við Dewey, Kolbs og Priest hafa komið með kenningar til stuðnings útináms og eru þær skilgreindar í greinagerðinni. Rannsóknir sýna að útivera barna hefur minnkað undanfarin ár og er þessi handbók framlag okkar í að auka útiveru barna á ný.
Það er von höfunda að Lykillinn að útiveru muni gagnast börnum og vera þeim hvatning til að fara út og leika sér.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinagerð - Lykillinn að útiveru_KKogMKS.pdf | 912,91 kB | Lokaður til...05.05.2027 | Greinargerð | ||
Handbókin-Lykillinn-að-útiveru_KKogMKS.pdf | 1,1 MB | Lokaður til...05.05.2027 | Handbók | ||
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 34,8 kB | Lokaður | Yfirlýsing |