is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28572

Titill: 
 • Börn lesa fyrir hunda : geta hundar haft áhrif á lestrargetu og áhuga barna á lestri?
 • Titill er á ensku Children read to dogs : can dogs affect children´s skills and motivation on reading?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Áhugi á að gera rannsókn á lestrarþjálfun með hundum kviknaði eftir að ég hafði, ásamt hópi af áhugasömu fólki, skipulagt verkefnið Lesið fyrir hund á Íslandi. Um er að ræða lestrarverkefni að bandarískri fyrirmynd sem nefnist R.E.A.D. (Reading Education Assistance Dogs). Aðferðin byggist meðal annars á því að barnið fái svigrúm til að lesa á eigin hraða og í samræmi við lestrarfærni sína án þess að vera leiðrétt eða truflað við lesturinn. Hundar gegna lykilhlutverki og eru ekki eingöngu vingjarnlegir og öðruvísi áheyrendur, heldur er athygli barnsins beint að hlustun og skilningi hundsins þegar kemur að lesskilningi og endursögn, sem eru þeir þættir sem áhersla er lögð á í verkefninu.
  Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort þátttaka grunnskólabarna í verkefninu Lesið fyrir hund hefði áhrif á lestraráhuga, lesfimi og lesskilning þeirra og var framkvæmd í einum skóla á höfðuðborgarsvæðinu. Þátttakendur í rannsókninni voru fjögur börn í 3. bekk. Við framkvæmd rannsóknarinnar voru bæði notaðar megindlegar og eigindlegar aðferðir. Lestrarpróf voru lögð fyrir börnin til að mæla lesfimi og lesskilning og einnig var lagt mat á aðra þætti með matsblöðum sem eigendur hundanna fylltu út. Eigindlegri aðferðafræði var beitt til að kanna lestraráhuga og voru tekin viðtöl við börn, kennara og foreldra barnanna. Meðrannsakendur voru sérkennari skólans og eigendur hundanna sem hér eru kallaðir lestrarliðar. Gagna var aflað með mælingum, viðtölum, skriflegum skráningum og myndbandsupptökum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að lestraráhugi jókst hjá öllum börnunum þegar þau voru að lesa fyrir hundinn og viðhorf til lestrar varð jákvæðara. Þeim þótti eftirsóknarvert að lesa fyrir hund og sýndu meiri áhuga á lestri í lestrarstundum með hundum en á heimalestri eða lestri í skólanum. Þá hafði nærvera við hund verulega jákvæð áhrif á hegðun nemenda, sérstaklega nemanda með ADHD. Í lesskilningi voru mælanlegar framfarir hjá tveimur börnum af fjórum en framfarir í lesfimi voru ekki merkjanlegar. Niðurstöðurnar sýna að verkefnið Lesið fyrir hund hefur lítil áhrif á letrarfærni svo sem lesfimi. Ávinningurinn og árangurinn virðist helst fólginn í þeirri ánægju sem börnin upplifa þegar þau lesa fyrir hundinn. Lestur texta verður merkingarbærari fyrir barnið sem um leið eykur áhuga þess á lestri. Niðurstöður benda einnig til þess að farsælt sé að nota hunda í lestrarþjálfun barna og gefa þær tilefni til frekari rannsókna á því sviði.

 • Útdráttur er á ensku

  Read to a Dog is based on an American literacy program for young readers, called R.E.A.D. (Reading Education Assistance Dogs) and consists in reading aloud to a dog and a reading supporter (owner of the dog). The children should read at their own pace and in accordance with their literacy skills, without being interrupted or corrected. The program emphasises reading comprehension and retelling. Dogs play a key role, not solely as friendly and “different” audience, but furthermore as a focal point when it comes to reading comprehension and retelling. The purpose of the study was to examine if participation in the program would affect literacy interest, reading fluency and reading comprehension of elementary students. Mixed methods were applied; quantitative and qualitative. Additionally, reading tests were carried out to measure the students’ reading fluency and reading comprehension. Qualitative measures were applied to gather information on the students´ reading motivation and their perspective. Interviews were conducted with the students, their teachers and parents. In addition, notice was taken of reports from the dogs’ owners. The study took place in an elementary school within Greater Reykjavik area. Participants in the study were four third grade students. A reading specialist and reading supporters (dogs’ owners) were co-researchers. Information was gathered with measurements, interviews, written reports and video recording. The results of this study reveal that the students’ interest and positive perspective on reading increased. They found the reading sessions with the dogs desirable and they demonstrated higher interest in reading to the dogs than at home or at school. It was also found that interaction with the dogs improved the children’s behaviour, particularly in the case of a student with a diagnosis of ADHD. Two out of four students demonstrated improved reading comprehension, but improvement in reading fluency was not measurable. The study concludes that the literacy program Read to a Dog has little effect on reading fluency and the significant benefit is the joy the children experience while reading to a dog. Reading became more meaningful to them, which simultaneously increased their reading motivation. Results of this study show that reading to a dog can be flourishing for young readers and establishes the basis for further research on the subject.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn lesa fyrir hunda_Lokaskjal MA ritgerð.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
MA yfirlýsing um meðferð ritgerðar.pdf2.32 MBLokaðurYfirlýsingPDF