Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28574
Verkefni þetta hefur þann tilgang að dýpka skilning okkar á því hvernig nálgast og vinna eigi með börnum sem orðið hafa fyrir rofum á tengslum í frumbernsku. Verkefnið byggir á ritrýndum heimildum ásamt eigindlegum viðtölum við fagmenn sem þekkja til viðfangsefnisins. Markmiðið var að dýpka þekkingu okkar á tengslaröskun og jafnframt kynna okkur hagnýtar leiðir sem þroskaþjálfar geti nýtt í starfi sínu.
Niðurstöður okkar benda til þess að snemmtæk íhlutun geti komið í veg fyrir alvarlegri vanda síðar. Börn sem orðið hafa fyrir rofum á tengslum í frumbernsku eru sjaldan greind tengslaröskuð heldur eru þau að fá annarskonar greiningar á borð við ADHD, einhverfurófsröskun og síðar alvarlegar geðraskanir. Sýnt hefur verið fram á það að mikilvægi tengslamyndunar barns við umönnunaraðila í frumbernsku hefur mikla þýðingu fyrir framtíð þess. Ef rof verður á tengslamyndun fyrstu árin getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið þar sem það hefur áhrif á félagshæfni, tilfinningaþroska, aðlögunarhæfni og hegðun þeirra. Börn sem mynda ekki eðlileg tengsl eiga gjarnan erfitt uppdráttar í lífinu og koma þroskaþjálfar gjarnan að vinnu með þeim til dæmis í skólakerfinu og velferðarkerfinu.
Við teljum því að mikilvægt sé fyrir þroskaþjálfa að vera meðvitaðir um þennan vanda til þess að eiga auðveldara með að nálgast og vinna með börn sem orðið hafa fyrir rofum á tengslum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing lokaverkefnis.pdf | 210,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Ba- Jóhanna og María-HRI.pdf | 853,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |