is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28575

Titill: 
 • „Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa og iðja“ : þrjár konur segja frá gagnfræðanámi sínu á 5.–6. áratug 20. aldar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Í þessari rannsókn er gerð grein fyrir innleiðingu gagnfræðastigsins sem komið var á skv. lögum um gagnfræðanám nr. 48/1946, í íslenskum skólum og einnig skólastarfi á 5.–6. áratug 20. aldar. Skoðuð var upplifun kvenkyns nemenda frá þessum árum og upplifun þeirra af gagnfræðanámi metin í ljósi ríkjandi hugmyndafræði þess samfélags sem þær ólust upp í. Með því að skoða hvernig skóli og nám er skipulagt í dag var einnig hægt að greina annmarka skólastarfs á þessum tímum. Viðtöl voru tekin við þrjár konur, fæddar á árunum 1935–1937 og þær spurðar út í reynslu sína af gagnfræðanámi. Verkefnið er heimildaritgerð og eigindleg viðtalsrannsókn og var valið í samráði við Helga Skúla Kjartansson prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum sem urðu fyrir valinu: Hver er upplifun kvenna af gagnfræðanámi sínu á 5.–6. áratug 20. aldar og hvaða áhrif, ef einhver, hafði námið á líf þeirra? Einnig: Fundu þær fyrir þrýstingi til að fara aðra leið en drengir í námi? Þriðja rannsóknarspurningin er síðan: Hvernig hafði samfélagið með skipulagi sínu og hugmyndafræði áhrif á nám og störf kvenna eftir að þær höfðu lokið gagnfræðanámi 5.–6. áratug 20. aldar? Í rannsókninni var eigindlegri aðferðafræði beitt þar sem notast var við hálf opin viðtöl. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fagmennska kennara og kennsluhættir á 5. og 6. áratugnum virðast hafa haft mikil áhrif á kvenkyns nemendur. Fagmennska kennara og framkoma þeirra í garð þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni hafði mikil áhrif á líf allra kvennanna og hafa þær allar mótast að einhverju leyti vegna þeirrar reynslu. Þessar niðurstöður ættu að undirstrika enn betur hversu gífurlega mikilvægar fyrirmyndir kennarar eru og hvað fagmennska þeirra skiptir miklu máli. En ríkjandi hugsunarháttur í samfélagi hvers tíma hefur einnig mikil áhrif á stofnanir eins og til dæmis skóla, fólkið sem byggir samfélagið og þau tækifæri sem standa hverjum og einum til boða. Í þessu verkefni mun vera gerð grein fyrir því hvernig hefðarhyggja samfélagsins og íhaldssemi, húsmæðrastefna og feðraveldi virðast einnig hafa sett mark sitt á nám og síðar störf kvenna sem voru við gagnfræðanám á 5.–6. áratugnum.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  This research describes the incorporation of lower secondary school, which was instigated with law on lower secondary education number 48/1946, in Icelandic schools. Furthermore the research accounts for educational matters in the 1940s and 1950s. Moreover, the experiences of female students were evaluated in the light of contemporary ideology of that time. Three women, born in 1935–1937, were interviewed and asked about their experiences in lower secondary school. Qualitative research methodology was used and the interviews were non-standard. This subject was chosen in consultation with Helgi Skúli Kjartansson, professor at Kennaraháskóli Íslands. The aim was to answer the following questions: How do women describe the experiences they had in lower secondary schools in Iceland in the 1940s and 1950s, and to what extent did their school years affect them? The second question is: Did they experience pressure to choose different studies than boys? The third question is: How did the contemporary ideology of society affect what women chose concerning studies and jobs, after they had graduated from lower secondary schools in the 1940s and 1950s? Data analysis and results indicated that the professionalism of teachers and their teachings in the 1940s and 1950s, did greatly affect female students in Iceland. The end result was that traditionalism, conservatism and patriarchy did affect the path women chose for themselves, after graduation from lower secondary schools in Iceland, during the 1940s and 1950s.

Athugasemdir: 
 • Ég hef kynnt mér Vísindasiðareglur Háskóla Íslands. Ég hef gætt viðmiða um siðferði í rannsóknum og fyllstu ráðvendni í öflun og miðlun upplýsinga, og túlkun niðurstaðna. Ég vísa til alls efnis sem ég hef sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Ég þakka öllum sem lagt hafa mér lið með einum eða öðrum hætti en ber sjálf ábyrgð á því sem missagt kann að vera. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni.
  Kópavogi, maí 2017,
  Nína Katrín Jóhannsdóttir
Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemmu skil Lokaverkefni Júní.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skjal til að senda M.Ed. yfirlýsing.pdf67.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF