is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28576

Titill: 
  • Nám og leikur með tónlist : hugmyndir að leikjum og verkefnum með tónlist í kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • „Nám og leikur með tónlist“ er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið samanstendur af vefsíðu með leikja-og verkefnahugmyndum til að nota í kennslu með börnum á aldrinum 4-9 ára og fræðilegri greinargerð. Markmið verkefnisins er að auðvelda aðgengi kennara að sönglögum og textum með kennslufræðilegan leik að leiðaljósi. Vefsíðuna má finna á https://leikurogtonlist.wixsite.com/leikurogtonlist en þar má finna texta við lög, upptökur af því hvernig þau eru sungin ásamt hugmyndum að leikjum og verkefnum fyrir börn í leik- og grunnskóla. Vefsíðan er hugsuð fyrir leik-og grunnskólakennara og alla þá sem hafa áhuga á að nýta leik, tónlist og leiklist í námi með börnum. Greinargerðinni er fræðilegur stuðningur við notkun leiks, tónlistar og leiklistar í skólastarfi og kosti þeirra sem aðferðar í kennslu ungra barna. Farið er í kenningar fræðimannanna Jean Paget, Lev Vygotsky og John Dewey og hvernig leikur og nám kemur fram í kenningum þeirra. Að auki er farið í hvernig fyrrgreindir þættir koma fram í aðalnámskrám leik-og grunnskóla. Að lokum er svo fjallað um vefsíðuna sjálfa. Það er skoðun höfundar að nám sem fer fram í gegnum leik er áhrifaríkt og skemmtilegt þar sem reynir á hæfileika barna á svo mörgum sviðum. Helstu niðurstöður höfundar eru þær að leikur, tónlist og leiklist eru allt ákjósanlegar leiðir til kennslu barna í leik-og grunnskólum þar sem að unnið er út frá ákveðnum kennslufræðilegum markmiðum í leik þeirra.

Athugasemdir: 
  • Með greinagerðinni fylgir fylgiskjal með upplýsingum um vefsíðu lokaverkefnisins.
Tengd vefslóð: 
  • https://leikurogtonlist.wixsite.com/leikurogtonlist
Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf189.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Nám og leikur með tónlist - fylgiskjal.pdf344.18 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Nám og leikur með tónlist - lokaskil.pdf605.33 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna