is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28578

Titill: 
  • Kvíði unglingsstúlkna : einkenni – áhættu- og verndandi þættir – afleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin er að meginstofni rannsóknarritgerð sem unnin er með stoð í fræðilegum heimildum bæði íslenskum og erlendum. Að auki voru notuð gögn frá Rannsóknir og greining um kvíða unglingsstúlkna.
    Í verkefninu eru kvíðaraskanir skilgreindar og verður leitað svara við hver einkenni kvíða eru, hverjir eru helstu áhættuþættir og verndandi þættir kvíðans og hverjar afleiðingar kvíða geta verið og er sjónum þá beint að unglingsstúlkum. Einnig verður fjallað um hvaða úrræði standa unglingsstúlkum sem glíma við kvíða til boða á Íslandi. Kvíði er mikilvæg tilfinning sem allir finna fyrir á lífsleiðinni en hann getur orðið að neikvæðri tilfinningu sem hefur mikil og hamlandi áhrif á daglegt líf fólks. Nýlegar rannsóknir benda til þess að kvíði ungmenna hafi aukist, þá sérstaklega hjá unglingsstúlkum. Helstu niðurstöður þessa verkefnis eru þær að mikilvægt sé að grípa strax inn í þegar merki eru um kvíða hjá unglingsstúlkum. Þá má draga þær ályktanir að leggja þurfi aukna áherslu á að vera vakandi fyrir kvíðaeinkennum unglingsstúlkna og bjóða upp á úrræði fyrir þær. Þá er mikilvægt að fjölskyldan sé meðvituð um kvíða einstaklingsins og fái hann til að segja frá því sem er að gerast hjá honum svo hægt sé að fá viðeigandi aðstoð.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_Ólafía.pdf975.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ólafía_Kristín_Yfirlýsing_lokaverkefni.pdf153.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF