is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28579

Titill: 
  • Útikennsla í náttúrufræðigreinum : viðhorf og upplifun unglinga
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útikennsla hefur farið vaxandi sem kennsluaðferð á síðastliðnum árum og hafa rannsóknir á henni aukist samhliða því. Rannsóknir sýna meðal annars fram á að útikennsla stuðli að bættum námsárangri og ýti undir vellíðan nemenda. Hér á landi hafa rannsóknir á útikennslu miðast við yngri stig grunnskóla sem og leikskóla. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að gera grein fyrir viðhorfum og upplifun unglinga í Kópavogi til útikennslu í náttúrufræðigreinum. Rýnt var í reynslu og skilning nemenda á unglingastigi á útikennslu. Rannsóknin var gerð með eigindlegum hætti þar sem tekin voru tólf rýnihópaviðtöl við nemendur á unglingastigi í fjórum mismunandi skólum í Kópavogi. Í hverjum rýnihópi voru fjórir nemendur og byggja því niðurstöður rannsóknarinnar á skoðunum 48 nemenda á útikennslu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að skilningur nemanda á útikennslu miðast við upplifun þeirra af útikennslu á yngri stigum grunnskólans. Nemendurnir höfðu ekki mikla reynslu af útikennslu á unglingastigi, hvorki í náttúrufræðigreinum né öðrum námsgreinum. Söfn og umhverfi skólans voru þau svæði sem nefnd voru þegar nemendurnir tilgreindu hvar útikennslan færi fram og er skólalóðin afar sjaldan nýtt sem vettvangur útikennslunnar. Þá voru markmið og tilgangur útikennslunnar sjaldnast greinileg og endurgjöf til nemenda engin. Viðhorf nemendanna til útikennslunnar var jákvætt og töldu þeir að helstu kostir hennar væru að vera úti, sjá og upplifa. Að mati nemendanna eykur útikennsla skilning þeirra á námsefninu og telja þeir einnig slíka kennslu reyna meira á hugsun þeirra. Þá nefndu nemendurnir það sem kost við útikennsluna að fá frí frá námsbókunum. Að mati nemendanna voru helstu ókostir útikennslunnar tengdir slæmu veðurfari og skorti á fyrirmælum. Nemendur upplifðu að þeir sáu ekki alltaf tilganginn með kennslunni eða hvaða væntingar væru gerðar til þeirra í útikennslu. Niðurstöðurnar benda til þess að nemendur vilja fara oftar í útikennslu í námi sínu með því skilyrði að skýr markmið séu til staðar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að nemendur á unglingastigi hafi einhver áhrif á hvernig þeir læra en ekki á hvað þeir læra.

  • Útdráttur er á ensku

    Outdoor learning has been growing as a teaching method in recent years and research on outdoor learning has simultaneously increased. Research shows that outdoor education contributes to improved learning outcomes and increased student well-being. In Iceland, studies on outdoor education have been based on children in elementary school and kindergarten. The main purpose of the study was to examine the perspective and experiences of outdoor education in natural sciences with teenagers in Kópavogur. The study uses qualitative methods, where twelve focus group interviews with teenagers from four different schools in Kópavogur were conducted. Total of forty-eight students participated in the study, as four students participated in each focus group. The main findings of the study indicate that student’s understanding of outdoor education is based on their experience since the lower levels of elementary school. The participants didn’t have extensive experience in outdoor education neither in natural science nor other subjects. Museums and the schools’ surroundings were the areas mentioned when the participants specified where the courses were performed. The school grounds were rarely used in outdoor lessons. The purpose of the outdoor education was often unclear and students often didn’t receive any teacher feedback. Although, the students’ perspective towards outdoor education was overall positive. Students found the main benefit to be outdoors and experience everything in real life. In students’ opinion, their understanding of the subject expands in outdoor education and enhances their thinking skills. The students considered learning outdoors as an opportunity to get a break from their books. In the students’ opinion, the main disadvantages of outdoor education were bad weather conditions and a lack of teacher instructions. Students felt that they did not always see the purpose of what they were doing or what expectations they needed to meet in outdoor education. The results indicate that students would like to have outdoor education more often in their studies, with the condition that goals and expectations are clear from the start. The final results of the study also indicate that teenagers have something to say about how they learn but not what they are learning about.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð 31.5.pdf830.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf110.48 kBLokaðurFylgiskjölPDF