Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28580
Í ritgerðinni verður fjallað um þjálfun ungmenna með Downs heilkenni í líkamsræktarsal. Markmiðið er að komast að því hvers konar þjálfun hentar einstaklingum með Downs heilkenni best þegar kemur að þjálfun í sal og hvernig einkaþjálfun hjá þessum hópi gæti farið fram. Lifnaðarháttur manna hefur breyst og hefur heilsufarsvandamálum hjá börnum og unglingum fjölgað undanfarin ár. Með þessum breytingum eykst hættan á sjúkdómum eins og offitu, þunglyndi og kvíða. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi líkamsþjálfunar og heilbrigðs lífsstíls sem forvörn gegn slíkum sjúkdómum og mikilvægi þess fyrir aukin lífsgæði. Fjallað verður um heilbrigði þar sem skoðað verður meðal annars heilbrigði íslenskra ungmenna og heilbrigði fólks með Downs heilkenni. Einnig verður fjallað um þjálfun þar sem tekið verður saman hvað hentar best fyrir ungmenni með Downs heilkenni. Skoðað verður hvernig hægt er að hátta þjálfuninni og fjallað verður sérstaklega um styrkleika-, liðleika- og þolþjálfun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 207.94 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Þjálfun fyrir ungmenni með Downs heilkenni.pdf | 1.15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |