is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28581

Titill: 
  • Áhrif barnabókmennta á viðhorf barna til margbreytileikans í samfélaginu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta varpar ljósi á mikilvægi þess að börn með fötlun taki virkan þátt í tómstundastarfi og að unnið sé markvisst með hugmyndir og viðhorf barna til margbreytileikans. Höfundur samdi barnabókina Kassavini, en hún er um margbreytilegan vinahóp fimm barna sem taka þátt í kassabílakeppni á vegum frístundaheimilis þeirra. Tvö börn úr hópnum eru með fötlun eða skerðingu, annað þeirra er í hjólastól og hitt er með spelku á fæti. Markmið bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar að sýna fram á það að við erum persónur fyrst og fremst og fötlun eða skerðing skilgreinir okkur ekki. Hins vegar að vinátta og samvinna er mikilvæg og að vinir geta verið alls konar, með ólíkar þarfir og ólíkan bakgrunn. Í fræðilegri greinargerð er fjallað um að börn með fötlun eða skerðingu hafi takmarkaðan aðgang að tómstundum. Þau eru ólíklegri til þess að eignast vini sem eru ekki með fötlun. Börn með fötlun eða skerðingu sem þurfa aðstoð frá fullorðnum búa við meira ósjálfstæði en jafningjar þeirra og eru líklegri til þess að hafa verri sjálfsmynd. Barnabækur geta átt þátt í því að valdefla börn og auka víðsýni þeirra. Því er mikilvægt að barnabækur endurspegli margbreytileika barna og ýti undir þá hugmynd að allir geti tekið þátt.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragney Lif Stefansdottir_BA_verkefni.pdf448.48 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Ragney Líf Stefánsdóttir_Ba-lokaverkefni_Barnabók .pdf199.59 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf138.38 kBLokaðurFylgiskjölPDF