is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28583

Titill: 
  • „Ég skipti máli“ : gildi söngleikjastarfs á unglingsárum
  • Titill er á ensku „I am important“ : the significance of musical theater education for teenagers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er sjónum beint að þeirri tómstundastarfsemi á unglingastigi, að setja upp söngleik í félagsmiðstöð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sýn ungs fólks á gildi þátttöku í söngleikjaverkefni. Leitað var eftir viðhorfum unga fólksins til þess hvað felist í þátttökunni og þá sérstaklega hver viðhorf þeirra séu til forvarnagildis slíkrar þátttöku annars vegar og samfélagsgildi hins vegar. Stuðst var við eigindlega aðferðafræði og fyrirbærafræðilega nálgun. Tekin voru hálfopin djúpviðtöl við sex einstaklinga, sem allir eru eldri en 18 ára og hafa reynslu af því að leika stór hlutverk í söngleikjauppfærslum á unglingsárum. Gögnin voru þemagreind og fram komu fjögur meginþemu: Öruggt umhverfi; Persónuleg styrking; Samskipti og Umgjörðin. Meginniðurstöður gáfu í fyrsta lagi til kynna að unga fólkið upplifði að þátttaka í hinum ýmsu verkefnum í söngleikjastarfinu hefði styrkt þau sem einstaklinga bæði á unglingsárunum og einnig síðar meir og þannig haft forvarnagildi í lífi þeirra. Með þátttöku sinni í söngleiknum hefðu þau meðal annars bætt félags- og samskiptahæfni sína, sjálfstraust og trú á eigin getu. Viðmælendur töldu tilfinninguna “að tilheyra” einnig áberandi þátt þess að taka þátt í söngleikjastarfinu, þeir hefðu fundið til mikilvægis og upplifað aukinn vilja og getu til að hafa áhrif á líf sitt. Jafnframt töldu þeir þátttökuna hafa átt þátt í því að efla þrautseigju sína til að takast á við ýmis konar áskoranir án þess að gefast upp. Í öðru lagi gáfu niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að í söngleikjaferlinu verði hópurinn að litlu samfélagi þar sem allir þurfa að vinna saman að sameiginlegu markmiði. Þátttakendur lýstu því hvernig samstaða sem myndaðist í hópnum í ferlinu hefði stuðlað að styrkingu ungmennanna. Virðing og umhyggja hefðu einkennt samskipti í hópnum og þátttakendur hefðu þannig upplifað sig í öruggu umhverfi þar sem þeim gafst færi á að þroska sjálfsmynd sína og efla styrkleika á ýmsum sviðum. Virk þátttaka þeirra í þessu litla samfélagi virðist þannig efla getu þeirra til þess að lifa og starfa í samfélagi, vinna með öðru fólki og vera tilbúin að láta rödd sína heyrast. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að söngleikjastarf geti haft mikilvægt gildi fyrir ungmenni, bæði forvarnagildi og samfélagslegt gildi, ásamt því að veita ungmennum gleði í jákvæðum aðstæðum þar sem allir skipta máli.

  • Útdráttur er á ensku

    This research focuses on a particular recreational activity for teenagers within a youth center: The production of a musical. The aim of the study is to gain insight into the value of young people’s participation in a musical. A particular focus will firstly be placed on the young people´s views on musical theater participation as a preventive measure and secondly on their views on the civic value of their participation. A phenomenological approach was used in this qualitative research. Semi-structured deep interviews were taken with six participants who all are 18 years or older and played a significant role in a production of a musical during their teenage years. A thematic analysis revealed four main themes: Safe environment, Personal empowerment, Personal relations and Framework. The main results firstly revealed that the young people experienced the participation to have strengthened them personally, both back when they were teenagers as well as presently as adults. They found the participation in the musical to be a preventive measure in their lives by strengthening their social- and communication skills, self-esteem and self-efficacy. The feeling of belonging was also prominent in the young people´s description of the participation. They felt they were significant to others during the production process and experienced increased willingness and ability to have an impact on their lives. The young people also believed that the participation gave them extra perseverance towards facing challenges and not giving up. Secondly the results indicated that the group of participants became a small community where everyone had to work together towards a mutual goal. They found the unity of this community to be the root of the personal empowerment everyone experienced throughout the process. The musical environment was commonly described as a safe space in which people show each other respect and care, providing the participants with opportunities to explore their self-image and foster their various abilities. The results therefore indicate that the young people´s active participation in this small community reinforces their ability to live and learn in a real community, working with other citizens. They found their musical experience to have given them valuable experience in learning to speak up and letting their voice be heard. It is concluded that the education of a musical theater participation can have a significant value for young people, both as a prevention measure and as a way to prepare them to become a member in a community, while at the same time getting joyous experiences in a positive environment where everyone is important.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RagnheiðurDísa.Meistararitgerð.Gildisöngleikjastarfsáunglingsárum.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ragnheiður_Dísa_Gunnarsdóttir_yfirlýsing.pdf807.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF