is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28584

Titill: 
  • "Það er svo gaman að gera alls konar!" : fjölbreyttar kennsluaðferðir í samfélagsgreinakennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin var starfendarannsókn þar sem ég rýndi í eigið starf sem byrjandi í kennslu og þróun mína í notkun mismunandi kennsluaðferða í samfélagsgreinakennslu á yngsta stigi grunnskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvaða kennsluaðferðir henta innan þessa greinasviðs, hversu fjölbreyttar þær geta verið og dýpka skilning minn á ýmsum möguleikum í kennslu. Markmiðið var að gera grein fyrir ýmsum þeim kennsluaðferðum sem henta við samfélagsgreinakennslu, bæta starf mitt og verða þannig hæfari til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Rannsóknarspurning mín var: Hvernig get ég tileinkað mér fjölbreyttar kennsluaðferðir í samfélagsgreinakennslu á yngsta stigi grunnskólans?
    Ég var ekki með fyrir fram ákveðnar kennsluaðferðir sem ég ætlaði að þróa í starfi mínu heldur vann ég með margar ólíkar kennsluaðferðir yfir allt rannsóknartímabilið. Rannsóknin hófst í lok september 2016 og stóð til loka mars 2017. Rannsóknargögnin voru rannsóknardagbók, viðhorfskannanir meðal nemenda, upptökur, rýnihópaumræður, kennsluáætlanir og verkefni nemenda.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að mér tókst misvel að tileinka mér kennsluaðferðirnar. „Stýrð umræða og efniskönnun í hópum“ voru þær aðferðir sem ég átti erfiðast með að tileinka mér en mér fór þó fram í notkun þeirra á rannsóknartímabilinu. Helstu ástæður þess að mér gekk illa að nota aðferðirnar tel ég vera áhugaleysi nemenda og erfiðleikar við að virkja nemendur í námi sínu. Flestar aðrar aðferðir gengu þó vel og tókst mér að þróa notkun mína á kennsluaðferðunum til hins betra meðan á rannsókninni stóð. Niðurstöður sýndu fram á að mismunandi kennsluaðferðir henta mismunandi nemendum og mikilvægt er einnig að beita kennsluaðferðum sem henta því námsefni sem unnið er með hverju sinni. Ég komst að þeirri niðurstöðu að samfélagsgreinar eru kjörinn vettvangur fyrir fjölbreyttar kennsluaðferðir og með slíkri fjölbreytni er hægt að veita öllum nemendum nám við sitt hæfi.
    Með verkefninu tókst mér að þróa þekkingu mína á sviði samfélagsgreina, bæta notkun mína á ýmsum kennsluaðferðum og tileinka mér fjölbreyttar kennsluaðferðir í kennslu þessa greinaflokks. Rannsóknin ætti jafnframt að geta reynst öðrum kennurum vel og hjálpa þeim að þróa með sér þekkingu í notkun fjölbreyttra kennsluaðferða í samfélagsgreinakennslu.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er svo gaman að gera alls konar - fjölbreyttar kennsluaðferðir í samfélagsgreina kennslu - lokaskil.pdf2.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf33.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF