is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28585

Titill: 
  • Gagnkynhneigt forræði : hinsegin mæður frá aðlögun til usla
  • Titill er á ensku Heteronormativity : queer mothers´ struggle from adaption to gender trouble
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig sjö hinsegin konur takast á við gagnkynhneigð viðmið í uppeldi barna sinna. Aðal rannsóknarspurningin er: Hvernig lýsa sjö hinsegin mæður reynslu sinni af því að takast á við gagnkynhneigt forræði í uppeldi barna sinna? Mótunarhyggjukenningar um síðtímafjölskyldur (e. post-modern families) og kenningar Butler (1993, 2006) um gjörning (e. performativity) eru leiðarljós í verkinu ásamt útfærslu Paechter (2007) á iðjukenningu Lave og Wenger og hugmyndum Bekrowitz og Ryan (2011) um það hvernig hinsegin fólk ögrar gagnkynhneigðum viðmiðum í uppeldi barna sinna.
    Tekin voru hálfopin viðtöl við sjö hinsegin konur. Auglýst var eftir þátttakendum á Facebook, fjórar kvennanna svöruðu auglýsingunni en í kjölfar hennar fékk rannsakandi ábendingar um hinar þrjár. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð. Viðtölin voru greind út frá fyrirbærafræði.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að flestar konurnar sem tóku þátt í rannsókninni töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum gagnkynhneigðs forræðis í lífi sínu og að það hefði áhrif á hvernig þær ala börn sín upp. Þær fara þrjár mismunandi leiðir í uppeldi barnanna; styðja við gagnkynhneigt forræði, brjóta það upp eða fara bil beggja. Tvær kvennanna aðlaga sig að gagnkynhneigða forræðinu. Ein reynir að berjast gegn því en flækist í neti þess en hinar eru gagnrýnar á kynjakerfið og gagnkynhneigt forræði. Þær skapa usla í viðteknum venjum og bjóða börnum sínum upp á sveigjanlegt kyngervi. Uslinn sem konurnar beita er ekki átakalaus og glíma konurnar við aðfinnslur utanaðkomandi fólks sem skapa efasemdir um leiðirnar sem þær hafa ákveðið að fara í uppeldinu.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28585


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð. Rakel Kemp. pdf.pdf537.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf149.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF