Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28586
Á um tuttugu ára fresti kemur inn hópur af fólki á vinnumarkaðinn, kynslóðir, með svipaða lífsýn, einkenni og þarfir sem vinnuveitendur verða að vera meðvitaðir um til þess að geta nýtt starfsfólk sitt sem best. Vinnumarkaðurinn í dag samanstendur af þremur kynslóðum; uppgangskynslóðinni, X-kynslóðinni og aldamótakynslóðinni. Þetta verkefni snýst um að finna út hvað vinnustaðir geta gert til þess að virkja og fullnýta hæfileika aldamótakynslóðarinnar, þ.e. fólk fætt á árunum 1981-1999. Þessi hópur einkennist m.a. af getunni til þess að vinna í teymum, mikilli tæknikunnáttu, erfileikum með að skuldbinda sig vinnustöðum og þörfinni fyrir tilgang í starfi.
Mikilvægt er að skapa sterka vinnustaðamenningu þar sem starfsfólk nær að tileinka sér gildi og viðhorf fyrirtækisins og skapa rými sem einkennist af öryggi þannig að fólk sé tilbúið til þess að taka að sér ábyrgð og efla sig í starfi. Styrkur menningar byggir á hópnum sem í henni býr. Því þarf að finna leið til þess að vinna með hópinn og gera hann að heild. Gott er fyrir hópinn að vinnustaðurinn reyni að skapa andrúmsloft sem einkennist af gleði og ánægju.
Niðurstaða verkefnisins felst í því að vinnustaðir verða að hlúa að hópnum sínum til að einstaklingar af aldamótakynslóðinni nái að uppfylla félagsþörf sína á vinnustað og þörfina fyrir tilgang. Þá verður þessi hópur skuldbundnari vinnustöðum sínum sem er mjög dýrmætt fyrir fyrirtæki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_lokaverkefni_RakelYrJohannsdottir.pdf | 482,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_lokaverkefni_RakelYrJohannsdottir.pdf | 396,71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |