en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28588

Title: 
  • is Lífleikur : námsspil í líffræði ætlað 7.-10. bekk
  • Bio-game : educational biology game for the 7th-10th grade
Submitted: 
  • June 2017
Abstract: 
  • is

    Markmið þessa lokaverkefnis var að hanna spil sem hægt er að nýta í náttúrufræðikennslu á unglingastigi. Ákveðið var að búa til spil eftir jákvæða reynslu af slíkri kennslu. Miðað er við efni þriggja kennslubóka sem helst eru kenndar í líffræði í 7.-10. bekk. Hægt er að spila það eftir hvern kafla fyrir sig. Nemendur hafa í flestum tilfellum mikinn áhuga á spilum og geta þau aukið áhuga nemenda á náminu. Einnig þjálfa þau nemendur í hópavinnu og ýta undir sköpun nemenda. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar. Þær eru: (1) Hvernig nýtist spilið Lífleikur sem viðbótarefni í náttúrufræði á unglingastigi? og (2) Hefur spilið Lífleikur áhrif á áhuga nemenda á náttúrufræðinámi? Rannsóknir hafa sýnt fram á að kennsluaðferðir sem nýttar eru í íslenskum grunnskólum séu almennt einhæfar og kennaramiðaðar og bundnar við kennslubækur. Námsleikir og spil eru kennsluaðferð sem er almennt lítið notuð í kennslu þrátt fyrir þann ávinning sem notkun þeirra stuðlar að. Eitt af markmiðum Líleiks er að styrkja hugtakaskilning nemenda en íslenskir nemendur koma illa út úr PISA-könnunum hvað varðar náttúrufræðilæsi. Eftir að spilið hafði verið hannað var hluti þess lagður fyrir í þremur bekkjum í tveimur grunnskólum, öðrum á höfuðborgarsvæðinu og hinum úti á landi. Nemendur skrifuðu niður upplifun sína af spilinu og því var haldið til haga og síðar greint. Niðurstöður svara nemenda bentu til þess að nemendur teldu Lífleik henta vel sem viðbót við þær námsbækur sem kenndar eru á unglingastigi, einkum sem hjálpartæki til að rifja upp efni bókanna fyrir próf. Niðurstöður bentu einnig til þess að reynslan af spilinu hefði í flestum tilfellum verið jákvæð varðandi áhuga nemenda, því þeim fannst spilið skemmtilegt og vildu spila það oftar. Spilið er einfalt í framkvæmd og auðveld leið fyrir náttúrufræðikennara til að brjóta upp kennsluna og auka fjölbreytni kennslustunda ásamt því að auka vægi nemendamiðaðra kennsluhátta.

  • The purpose of this thesis was to design a game that can be used in teaching of natural science for 12–15 years old pupils. It was decided to design the game after a positive experience of its use in teaching. It is based on the three textbooks that are most commonly used in biology teaching in the 7th–10th grade. The game can be played after each chapter of the books. Pupils are usually very interested in games and if successful, they can increase the pupils’ interest in the subject. Games also train the pupils in group work and stimulate their creativity. In this thesis two research questions are posed. They are: (1) How can the game Lífleikur (Bio-game) be utilized as supporting material in natural science for 12-–15 year olds? And (2) Does the game Lífleikur affect the pupils’ interest in learning natural science? Research has shown that the teaching methods used in Icelandic primary schools are generally monotonous and teacher-centered. Educational games are seldom used as a teaching method in spite of the advantages that follow from their use. One of the goals of Lífleikur is to strengthen the pupils’ conceptual understanding in natural science. Which is needed since Icelandic pupils get poor results from the PISA surveys in connection with natural science literacy. When the design of the game was completed it was tested in three classes in two primary schools, one in the capital area and one in the country. The pupils wrote about their experience of the game and their comments were kept and later analyzed. The pupils answers suggest that they see Lífleikur as a useful complement to the textbooks used for 12–15 year olds, as they often mentioned that the game was useful for review in preparation for exams. The results also suggest that the experience of the game had a positive effect on the pupils’ interest, as they found the game amusing and wanted to play it more often. The game is simple and an easy way for teachers of natural science to interrupt traditional teaching and increase the variation of the lessons as well as giving more room for pupil-centered teaching methods.

Accepted: 
  • Jun 28, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28588


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lífleikur - Spjöld með Lífheiminum - Salbjörg.pdf238.38 kBLocked Until...2037/05/30FylgiskjölPDF
Lífleikur - Spjöld með maður og náttúra - Salbjörg.pdf162.73 kBLocked Until...2037/05/30FylgiskjölPDF
Lífleikur - Spjöld með Mannslikaminn - Salbjörg.pdf281.93 kBLocked Until...2037/05/30FylgiskjölPDF
Greinagerð - sniðmát - Salbjörg.pdf1.05 MBOpenGreinargerðPDFView/Open
Salbjörg_2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf34.54 kBLockedYfirlýsingPDF