is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28589

Titill: 
  • „Það er kannski lífsleikni í öllu sem við gerum, en það er ekki í lífsleikni tímunum hjá okkur“ : viðhorf unglinga til lífsleikni
  • Titill er á ensku „There might be life skills education in everything we do, but there isn´t any in our life skills education classes“ : teenagers opinion on life skills education
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um rannsókn sem gerð var með það að markmiði að varpa ljósi á viðhorf unglinga til lífsleikni og lífsleiknikennslu í grunnskólum. Auk þess var markmiðið að sjá hvað væri kennt í skólanum í lífsleikni og hvort tímarnir væru nýttir sem skyldi. Rannsóknir hafa sýnt að lífsleiknitímar vilja stundum verða útundan í skólakerfinu og eru oft nýttir sem hálfgerðir uppsópstímar fyrir aðrar greinar. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að margir kennarar hræðast lífsleiknikennslu og það gæti verið ástæða þess að kennslan er ekki eins markviss og hún ætti að vera. Rannsóknin var gerð með rýnihópum en 14 nemendur í tíunda bekk voru fengnir til að taka þátt í rannsókninni sem allir stunda nám í sama skóla. Nemendum var skipt í þrjá hópa sem allir fengu sama viðtalsramma. Í aðalnámskrá grunnskóla (2013) segir að lífsleikni sé ásamt samfélagsgreinum kjölfesta þekkingar á lýðræði og mannréttindum. Auk þess segir að lífsleikni gegni mikilvægu hlutverki við það að styrkja sjálfsmynd nemenda, áræði, frumkvæði og ábyrgð á skapandi hátt. Niðurstöðurnar bentu til þess að lífsleiknikennsla í þessum tiltekna skóla er alls ekki nógu markviss og nemendum finnst þeir ekki læra neitt gagnlegt í tímunum. Mest væri kennt um eineltismál og kynfræðslu. Auk þess nefndu viðmælendur að oft væru lífsleiknitímarnir notaðir sem aukatímar í öðrum greinum. Viðmælendur nefndu fjármálalæsi, hinsegin fræðslu, fordóma, ábyrga nethegðun og fleira þegar rætt var um það sem þau vildu læra í lífsleikni og hvað þeim þætti mikilvægt að væri kennt í lífsleiknitímum. Þetta styður það sem komið hefur fram í fyrri rannsóknum.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study was to focus on teenagers' perspectives towards life skills and life skills education in compulsory school. An additional objective was to see what is being taught in life skill classes and if they are being utilized properly. Studies have shown that life skill classes tend to be left out of the school curriculum and are sometimes utilized to finish up what was left unfinished in other classes. Studies have also shown that teachers fear teaching life skills. This could be the reason for the course not being as effective as it should be. Data was collected in three focus groups from a total of 14 students in the tenth grade. All groups used the same interview framework. The National Curriculum Guide for compulsory schools (2013) states that life skills, combined with social studies, are the key to knowledge of democracy and human rights. Life skills play an important role in strengthening student identity, daring, initiative and responsibility in a creative manner. The results indicated that life skill teaching is not effective enough. As a result, the students feel as if they are not learning anything useful. Mostly, they were taught about bullying and sex education. In addition, interviewees mentioned that the life skill classes were used as extra lessons for other, unrelated classes. Interviewees mentioned financial literacy, queer education, prejudice, responsible internet activity and more as something they thought to be important elements and would like to be taught in life skill classes. These results are in line with the studies mentioned earlier.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
m.ed.sara_rós_sigurðardóttirpdf.pdf489.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf180.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF