is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28591

Titill: 
  • Leiklist í leikskóla og áhrif hennar á sjálfsmynd barna : hvað segja börnin?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að sýna fram á gagnsemi kennsluaðferða leiklistar þegar kemur að því að efla sjálfsmynd leikskólabarna. Til þess voru leiklistarstundir skipulagðar þar sem ýmsar kennsluaðferðir leiklistar voru prófaðar með leikskólabörnum. Var það gert til að kanna hvort þær hentuðu inn á leikskóla með tilliti til eflingar á sjálfsmynd barna. Að því loknu var þess freistað að reyna að varpa ljósi á viðhorf leikskólabarna til þessara tilteknu leiklistarstunda og hvernig þau töluðu um og lýstu tímunum.
    Þátttakendur voru börn á aldrinum 3-6 ára í leikskóla þar sem markvisst er unnið með börnum í leiklist. Gagnasöfnun fól í sér myndbandsupptökur af leiklistarstundum og dagbókarfærslum rannsakanda til að reyna að meta áhrif kennsluaðferða leiklistar á sjálfsmynd leikskólabarna. Leitast var eftir að svara því hvernig viðhorf börn bera til leiklistarstundanna með hálfopnum viðtölum við nokkur börn sem tekið hafa þátt í leiklistarstundum og upplifað kennsluaðferðirnar. Einnig var notast við ljósmyndir barna til að fá frekari innsýn í þeirra sjónarhorn á hvað þeim finnst um leiklist og leiklistartímana.
    Með tilliti til eflingar sjálfsmyndar hjá börnum benda niðurstöður til að hún geti styrkst þegar börn taka þátt í leiklistar kennslu. Enn fremur kom fram að ólíkar kennsluaðferðir leiklistar henti til notkunar á leikskólum. Í viðtölum við börn komu fram jákvæð viðhorf til leiklistarstundanna og kennsluaðferða þeirra. Samkvæmt svörum barnanna um leiklist virðast leikur og gleði hafa ráðið ríkjum í leiklistarstundunum og að börnin töldu sig geta gert hvað sem þau dreymdi um.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed.Sigridur.Clausen.pdf902.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.Sigríður.Clausen.pdf1.32 MBLokaðurYfirlýsingPDF