en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/286

Title: 
  • Title is in Icelandic Downs-heilkenni : viðbrögð foreldra við að eignast barn með Downs-heilkenni
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Lokaverkefni þetta fjallar um foreldra sem eiga börn með Downs-heilkenni. Það var leitað svara við spurningum: Hvernig er að eignast barn með Downs-heilkenni? Hvernig er foreldrum sagt frá því að barnið þeirra sé með Downs-heilkenni? Hvernig tekur þjóðfélagið á móti fötluðum einstaklingum? Hvernig taka nánustu fjölskyldu meðlimir og vinir fæðingu fatlaða barnsins?
    Verkefnið skiptist í þrjá meginhluta. Í fræðilegum kafla er fjallað um einkenni Downs-heilkenni og ólíka þroskaþætti. Downs-heilkennni er litningagalli þar sem í flestum tilfellum er auka 21. litningur. Helstu einkenni barna með Downs-heilkenni eru líkamsslappleiki við fæðingu, skásett augu, stór tunga, flatur hnakki, styttri fingur og tær. Könnun var gerð meðal foreldra sem eignast hafa börn með
    Downs-heilkenni. Helstu niðurstöður sýndu að foreldrar reyna að lifa heilbrigðu lífi með börnunum sínum og gleðjast með þeim. Hjá flestum eru nánustu ættingjar og vinir hjálplegir foreldrunum. Þær upplýsingar sem foreldrar fá eru ekki nógu skýrar og misjafnt hvernig foreldrum er tilkynnt að barnið sé með Downs-heilkenni. Þjóðfélagið virðist vera í góðri þróun og tekst á við fatlaða einstaklinga og þeir eru vel sjáanlegir í dag en ekki faldir inni á stofnunum eins og var. Ör þróun er á að fatlaðir einstaklingar komist út á almennan vinnumarkað með aðstoð vaxandi samfélags. Að lokum fer fram umræða út frá niðurstöðum könnunarinnar og í ljósi markmiðanna. Fræðin eru tengd við umræðuna og ályktun dregin út frá þeim.

Accepted: 
  • Jan 1, 2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/286


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
downs.pdf240.87 kBOpenDowns-heilkenni - heildPDFView/Open
downs_e.pdf48.87 kBOpenDowns-heilkenni - efnisyfirlitPDFView/Open
downs_h.pdf101.98 kBOpenDowns-heilkenni - heimildaskráPDFView/Open
downs_u.pdf51.48 kBOpenDowns-heilkenni - útdrátturPDFView/Open