is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28600

Titill: 
 • Notkun gagna í þróun skólastarfs í grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða með hvaða hætti kennarar og skólastjórar nýta gögn (e. data) í skólaþróun í grunnskólum. Með ýmsum samfélagsbreytingum síðustu ára hafa aukist kröfur um að ákvarðanir séu byggðar á gögnum (e. data based decisions). Það á við í menntakerfinu sem og í öðrum kerfum þjóðfélagsins.
  Rannsóknin var unnin með blöndu af eigindlegri og megindlegri aðferðafræði og fólst í því að tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl við kennara í þremur skólum og skólastjóra úr þeim skólum og einum til viðbótar. Notuð var þemagreining til þess að greina mynstur í því sem kom fram í viðtölunum og þannig leitast við að svara rannsóknarspurningunni. Tveir þessara skóla birta sjálfsmatsskýrslur sínar á heimasíðu og voru þær skoðaðar og greint hvaða gögn eru tiltekin í þeim sem grundvöllur að innra mati hvers skóla fyrir sig. Megindlegi hlutinn var spurningalisti sem sendur var kennurum og stjórnendum í 13 skólum.
  Niðurstöður benda til þess að kennarar séu ekki vanir því að ræða mikið um gögn eða notkun sína á þeim, skólastjórar virðast vanari þeirri umræðu. Við töku ákvarðana um kennslu virðast námsmat og reynsla kennara skipta miklu máli. Áhersla og skipulag á öflun og úrvinnslu gagna virðist einkum beinast að námsmati en minna að því að afla gagna um kennsluaðferðir og það hvernig nám fer fram. Skólastjórar virðast leggja meiri áherslu á að kynna niðurstöður námsmats og kannana sem utanaðkomandi aðilar leggja fyrir í skólum og bera saman milli ára heldur en þær niðurstöður sem unnar eru af kennurum eða öðrum innan skóla. Kennarar segja hins vegar að niðurstöður námsmats sem unnið er innan skóla nýtist betur til umbóta í kennslu heldur en það námsmat sem unnið er af opinberum aðilum. Faglegar umræður um kennsluhætti í skólum virðast ekki miklar. Það virðast ekki vera ríkjandi vinnubrögð í skólum að meta starfið sem fram fer í kennslustofunni og byggja skólaþróun á því mati. Margir nefna tímaskort og álag sem helstu hindrun þess að gagna sé aflað og þau nýtt á skipulegan hátt. Hjá kennurum kom fram að þeir vildu gjarnan að í skólanum væri ákveðið verklag og leiðbeiningar um gagnaöflun og úrvinnslu.
  Megináskoranir virðast snúa að því að styrkja faglega umræðu í skólum og koma á skýru verklagi og leiðsögn í hverjum skóla fyrir sig um notkun gagna til skólaþróunar. Eflandi forysta skólastjórnenda, samvinna og traust milli aðila í skólasamfélaginu virðist skipta miklu máli. Nýta má niðurstöður rannsóknarinnar við skipulagningu endur- og símenntunar fyrir kennara og skólastjórnendur.

 • Útdráttur er á ensku

  The main aim of this research was to analyse how teachers and principals in elementary schools in Iceland use data in decision making for school development. Diverse social changes have increased the demand for data based decisions in the last few years. This is relevant both within educational systems as well as in other social systems.
  This research was done using qualitative and quantitative research methods where semi-structured interviews with teachers from three schools and principals from four schools were conducted. A thematic analysis was applied in order to detect the existence of any patterns in the interviews. Two of the schools that participated in the study offer an open access to some self-evaluation reports on their homepage. These reports were examined and an analysis made of what kind of data formed the basics for the internal evaluation of each school. The quantitative part of the study was in the form of questions that were sent to both teachers and administrators in 13 elementary schools.
  The results indicate that teachers are both unfamiliar with discussing data and its use whereas school principals appear to be more accustomed to such discussions. Learning assessment and the teacher's teaching experience seem to matter greatly in decision- making. The focus on data collecting and processing is evident when learning assessment is evaluated but less so when data on learning methods and how students learn is viewed. Interestingly, principals appear to put more emphasis on presenting results from learning assessments and various studies made by specialists outside of the school, and use these for a yearly comparison, rather than focusing on studies made by teachers or other individuals working within the school. Teachers on the other hand disagree and feel that the quality of teaching can only be improved when based on results from local learning assessments rather than outside official enquiries. There appears to be a lack of professional discussion on applied learning methods in these schools. School development does not seem to be based on evaluating the work done inside the classroom. Excessive workloads with accompanying stress are suggested as the main factors for the lack of organized data collection and utilization. Teachers point out that schools should have specific procedures and instructions on data collecting and processing.
  The main challenges seem to be how to strengthen professional discussion in schools and develop ways to apply clearer procedures and instructions in each school for the application of data in the school development. Uplifting principal leadership is of importance as is the strengthening of co-operation and trust between the individual members of school staff and student body.
  The results of this study can be used to organize retraining and continuing education for teachers and principals.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAverkefni_Snædís_Valsdóttir.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Snædís Valsdóttir.pdf30.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF