Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28601
Tilgangur verkefnisins var að fá innsýn í hvernig ungmenni í dreifbýli verja frítíma sínum, hvers konar tómstundir, félagsstarf og afþreyingu ungt fólk hefur tækifæri til að sinna í frítíma sínum á þeim svæðum þar sem alla jafna eru færri tækifæri. Einnig var markmiðið að fá innsýn í hvaða gildi tómstundir og félagsstarf hafa í lífi ungs fólks á dreifbýlum svæðum.
Fræðilegur bakgrunnur er byggður á umfjöllun um ungmenni, tómstundir og dreifbýli. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt með hálfopnum viðtölum við fjögur ungmenni frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Farið er almennt yfir hvernig virkni ungmennanna hefur verið í frítíma þeirra frá því að þau voru í efsta bekk grunnskóla fram til stöðu þeirra eins og hún er í dag. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þörf er á frekari úrræðum fyrir ungmenni á svæðinu og þörf er á fjölbreytni í félags- og tómstundastarfi fyrir ungt fólk og auknu framboði fyrir ungmenni á þessu sviði, sérstaklega fyrir þá sem ekki stunda íþróttir þar sem framboð á íþróttastarfi virðist gott. Í niðurstöðum kemur einnig fram að brýn þörf er á aukinni þjónustu og fræðslu á sviði geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni en að slíkri þjónustu sé afar ábótavant á austurlandi. Lítið hefur verið rannsakað almennt um frítíma og tómstundir ungmenna í dreifbýli og sýna niðurstöður að þörf er á að skoða málefni ungs fólks á dreibýlum svæðum enn frekar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing_Lokaverkefni_Sonja.pdf | 707.62 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaverkefni_Aðstæður og frítími ungmenna í dreifbýli_Sonja Einarsdóttir_Lokaskjal.pdf | 399.17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |