is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28602

Titill: 
  • „Það hafa allir eitthvað að segja“ : fjölbreytileiki nemenda, þátttaka þeirra í skólastarfinu og fagmennska kennara ýtir undir lýðræðisleg gildi
  • Titill er á ensku „Everybody has got something to say“ : diverse student groups, student participation and teacher professionalism encourages democratic values
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lengi hefur það verið eitt meginhlutverk grunnskóla að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Tilgangur rannsóknarinnar var að ég lærði að efla hæfni nemenda til aukinnar þátttöku í skólastarfi. Markmiðið var að reyna að draga fram mynd af hvernig þátttaka nemenda birtist í skólastarfinu og að sýna að það ber árangur en veldur ekki stjórnleysi ef nemendum er leyft að hafa raddir og þar með áhrif. Rannsóknarspurningin var: Hvað þarf að hafa í huga þegar markmiðið er að auka þátttöku nemenda í skólastarfi? Fræðilegur rammi rannsóknarinnar var byggður á hugmyndafræði um lýðræði í skólastarfi, fjölgreindir og fagmennsku kennara. Rannsóknin var gerð á vorönn 2017. Til að nálgast viðfangsefnið var gerð vettvangsrannsókn í einum skóla en samkvæmt stefnu hans er hann lýðræðislegur. Kannað var hvernig þátttaka nemenda í skólastarfi birtist í þeim skóla og sótt var einn kynningarfund með einum stjórnanda skólans. Einnig var tekið viðtal við einn kennara, sem starfar við skólann, sem varpaði meira ljósi á starfshætti kennaranna og greindi frá í hvaða mynd þátttaka nemenda birtist í skólastarfi og hver viðhorf hans væru til aukinnar þátttöku nemenda í skólastarfi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru: að auka hæfni nemenda til þátttöku er gert með því að efla hæfni þeirra, eins og félagsfærni, virðingu og ábyrgð. Einnig þurfa raddir nemenda að heyrast til að þeim finnist þeir vera hluti af heild og að þau geti haft áhrif með þátttöku í skólastarfi. Enn fremur þarf að vera skýr rammi utan um skólastarf og væntingar til nemenda þurfa að vera skýrar svo að ekki verði stjórnleysi. Viðhorf kennara þurfa að vera opin og sveigjanleg gagnvart þeim fjölbreytta nemendahóp sem þeir hafa á sinni könnu. Þessir þættir geta að líkindum aukið vellíðan og ýtt undir árangursríkara nám nemenda. Ofangreindir þættir stuðla allir að þátttöku nemenda í skólastarfi. Það er mín von að rannsóknin veiti ákveðna innsýn í þátttöku nemenda í skólastarfi hvað sé gert til að efla öryggi þeirra með lýðræðislegum vinnubrögðum. Enn fremur að það eigi að fagna fjölbreytileikanum, mikilvægt er að átta sig á að það eru ekki allir eins. Það er gott fyrir skóla að nemendur læri um lýðræðisleg gildi, nemendur verða enn verðmætari meðlimir í lýðræðisþjóðfélagi. Mín stærsta von er að ég muni kenna til árangurs en ekki stjórnleysis.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Kennslufræði_Lokaverkefni Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir_skilað.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf255.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF