is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28605

Titill: 
  • Er ekki nóg að þau hangi í þessum tækjum heima hjá sér? : upplýsingatækni í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands, Menntavísindasviði, vorið 2017. Markmið ritgerðarinnar er að taka saman og ræða rök-semdir og sjónarmið sem styðja eða standa gegn notkun á upplýsingatækni í leikskólum. Farið er yfir sögu upplýsingatækninnar innan skólakerfisins í grófum dráttum, litið á stefnumörkun nokkurra opinberra aðila um þennan þátt skólastarfsins og skoðuð áhuga-verð þróunarverkefni og athyglisverðar rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni með ungum börnum. Einnig er sagt frá viðtali við Fjólu Þorvaldsdóttur, sérkennara á leikskólanum Álfaheiði en hún er í hópi frumkvöðla sem beita sér fyrir notkun upplýsinga-tækni á leikskólastigi og hefur af mikilli reynslu að miðla í þessum efnum. Helstu niður-stöður eru þær að rannsóknir benda til þess að notkun á upplýsingatækni, og þá ekki síst snjalltækja á borð við spjaldtölvur, getur hjálpað börnum hvað snertir þroska og náms-framvindu. Tækniþróun hefur verið hröð, það var ekki fyrr en á níunda áratug síðustu aldar sem að stafrænn tæknibúnaður fór að vera almenningseign. Tæknibúnaður hefur orðið aðgengilegri, ódýrari og almennt hversdagslegri en hann var áður fyrr. Með meira aðgengi ungra barna að spjaldtölvum síðustu ár hafa foreldrar kallað eftir aukinni ráðgjöf um æskilegan skjátíma og heppileg smáforrit fyrir ung börn. Sveitarfélög hér á landi eru farin að huga að stefnumótun um notkun snjalltækja í uppeldi og menntun en innleiðing þeirra á leikskólastiginu virðist oft stranda á viðhorfi þeirra sem fara með málefni leikskólanna eða stýra einstökum skólum. Leikskólakennarar hafa það í hendi sér að kenna börnunum að nýta spjaldtölvurnar á skapandi hátt í leik og starfi. Miða þarf að því að leikskólarnir noti spjaldtölvur til að þjóna uppeldi og menntun en ekki til afþreyingar. Slík áhersla smitar út frá sér og hefur áhrif á notkun barna á spjaldtölvum heima fyrir.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerdskil.pdf886,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf236,27 kBLokaðurYfirlýsingPDF
yfirlysing2.pdf251,16 kBLokaðurYfirlýsing2PDF