is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28606

Titill: 
  • Yndislestur í heimi snjalltækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Snjalltækjavæðing á heimilum og í skólum virðist hafa orðið til þess að læsi hrakar meðal barna og unglinga og færni í móðurmáli minnkar. Til að börn nái því að verða læs og nýta sér þá færni í samfélaginu er ekki nóg að læra að lesa, heldur þurfa þau að iðka lestur, og til þess þarf áhuga, fyrirmyndir og tækifæri til að lesa. Yndislestur er lykilatriði í þessu samhengi. Góðar barnabækur geta vakið áhuga barna á lestri, og þá er bæði átt við skáldskap og fræðibækur. Börn þurfa að hafa aðgang að fjölbreyttu lesefni, þau þurfa að sjá að lestur skiptir máli í lífi fullorðinna og að lestur getur skipt máli fyrir þau sjálf. Rannsóknir sýna að áhugasvið drengja og stúlkna eru ólík, börn túlka sögur á mismunandi hátt og lestur getur gegnt mismunandi hlutverki í lífi þeirra. Nú þegar er til hugbúnaður sem getur stutt börn í hvers kyns námi. Með snjalltækjum í skólum og á heimilum er hægt að ná til barna á mjög fjölbreyttan hátt, meðal annars til að auka yndislestur og þá skiptir máli að til sé efni á íslensku sem unnt er að miðla með þessari tækni.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - Skemman.pdf217.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Yndislestur í heimi snjalltækja - yfirfarin B.Ed. ritgerð .pdf351.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna