en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28609

Title: 
 • Title is in Icelandic Samræður í samfélagsgreinum : Sókratesarsamræðan og veggjakrotsaðferðin
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsóknir sýna að samræður eru ekki algeng kennsluaðferð í grunnskólum hér á landi. Markmið höfundar var að leggja sitt af mörkum til að efla þekkingu á henni, m.a. í ljósi þess hve áríðandi er að nemendur læri að tjá sig og færa rök fyrir máli sínu. Þessi hæfni er skilgreind sem lykilhæfni í námskrá.

  Í ritgerðinni er fjallað um tvær kennsluaðferðir innan umræðu- og spurnaraðferða, Sókratesarsamræðuna og veggjakrotsaðferðina, og hvernig þær geta gagnast til að auka vægi umræðna í samfélagsgreinakennslu á unglingastigi. Tilgangurinn var að prófa og skoða hvernig aðferðirnar nýtast til þess að koma af stað og styðja við umræður í skólastofunni. Markmiðið var að leita leiða til að efla samræðu í skólastofunni með þessum aðferðum og meta hvernig til tókst. Rannsóknarspurning var: Hvernig nýtast markvissar umræðu- og spurnaraðferðir (Sókratesarsamræðan og veggjakrotsaðferð) til þess að virkja nemendur á unglingastigi í samræðum um álitamál?
  Aðferðafræðin byggist á starfendarannsókn þar sem rannsakandi fékk að fara í skóla á höfuðborgarsvæðinu og prófa aðferðirnar á fjórum 10. bekkjum skólans. Rannsakandi skoðaði eigin kennslu, hélt rannsóknardagbók, gerði hljóðupptökur úr kennslustundunum og lagði fyrir nemendur mats- og spurningalista um álit þeirra á aðferðunum og eigin frammistöðu. Einnig var rannsóknarvinur til staðar sem gaf endurgjöf á kennsluna.
  Helstu niðurstöður voru að umræðan jókst í bekkjunum en nemendur höfðu margir ekki kjark og hæfni til að taka þátt í rökstuddri umræðu og skoðanaskiptum. Þeim þótti gaman að þessum tímum og þóttu þeir gagnlegir en horfðu mjög til kennarans eftir viðbrögðum og dómi um málflutning þeirra. Nemendur virðast ekki hafa fengið þá æfingu sem þarf til að umræða af þessu tagi verði góð til skoðanaskipta. Þetta sýnir hve mikilvægt er að kenna reglur rökræðna og æfa samræður nemenda á öllum skólastigum.

Accepted: 
 • Jun 28, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28609


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaskjal.pdf1.78 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing-Sævaldur.pdf200.5 kBLockedYfirlýsingPDF