Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28610
Ölfus er vestasta byggð Suðurlandsundirlendis og ein sú stærsta að flatarmáli á því landsvæði. Ölfusá var stór farartálmi fyrir þá sem þurftu að komast af Suðurlandsundirlendinu og yfir á Faxaflóasvæðið eða á Suðurnesin. En við Ölfusána voru gjöfular engjar og eitt víðáttumesta samfellda engjaland landsins. Mikið útræði var frá Þorlákshöfn en árið 1880 bjuggu 673 einstaklingar á 66 bæjum í Ölfusi. Þetta er sögusviðið okkar.
Á síðasta fjórðungi 19. aldar spruttu víða upp skólar, þá helst í sjávarþorpum, og víða var farkennsla innleidd til sveita. Lög um uppfræðingu barna í skrift og reikningi voru sett 1880 til viðbótar við konungsbréf um lestrar- og kristinfræðikennslu frá 18. öld. Þó var það ekki fyrr en 1907 sem sett voru heildstæð lög um fræðslu barna og skylt að vera með einhverskonar skólahald.
Þó var það árið 1881 sem stofnaður var barnaskóli í Ölfusi með fasta staðsetningu á Kröggólfsstöðum, en Kröggólfsstaðir eru nokkuð miðsvæðis í sveitinni. Sá skóli var rekinn í rúman áratug. Eftir að hann lagði upp laupana var farskólakennsla á hinum ýmsu bæjum þar til í byrjun þriðja áratugar 20. aldar, en þá voru kennslustaðir orðnir fastir á tveimur stöðum. Kennt var á tveimur stöðum til 1937 en þá var stofnaður heimavistarskóli í Hveragerði sem þá var ört stækkandi þorp. Börn úr dreifbýlinu voru þá mikill meirihluti nemenda og dvöldu þau á heimavistinni en börn úr Hveragerði og frá nálægustu bæjum gengu daglega í skólann. Heimavistin var starfrækt til 1943 en þá var tekinn upp skólaakstur. Ölfus var fyrsta skólahérað á landinu ásamt Vatnsleysuströnd til að taka upp skólaakstur.
Þróun skólahaldsins er rakin frá stofnun skólans á Kröggólfsstöðum og til ársins 1946. Þá klauf Hveragerði sig út úr Ölfusi og stofnaður var sérstakur hreppur auk þess sem ný lög voru sett sama ár um skólakerfi og skólaskyldu og skólakerfið í heild var endurskoðað.
Ölfus is the most westerly settlement in the south lowlands and is the largest area in that region. Ölfusá river was a big obstacle for those who needed to get from the south lowlands into the Faxaflói area and south east corner. But around Ölfusá river there were fertile grasslands and one of the most wast continuous grasslands of Iceland. Although fishing was an important industry in Þorlákshöfn, in 1880 there were as many as 673 individuals living in 66 different farms in Ölfus. This is our setting.
In the last quarter of the 19th century many schools were founded, mainly in fishing villages and ambulatory school was implemented in more remote areas. Laws regarding education in writing and mathematics were past in 1880 in addition to the king's letter (law) regarding reading and christianity studies from the 18th century. It wasn't until 1907 there were more in depth laws passed for children's education and the obligation to have schools in some form.
However, in the year 1881 a children's school was founded in Ölfus with a fixed location in Kröggólfsstaðir for it is central location. That school was run for just over a decade but when it closed its doors ambulatory school took place in many of the farms until the beginning of the 1920’s, by then there were classrooms in two fixed locations. Education took place in two locations until 1937 but then a boarding school was founded in Hveragerði which was a rapidly growing village. Children from rural areas boarded whilst children from Hveragerði and near farms walked from home. Boarding took place until 1943 by then, transportation was provided. Ölfus and Vatnsleysuströnd were the first school districts to provide transportation.
The development of schooling is recorded from the founding of Kröggólfstaðir school until 1946 when Hveragerði split from Ölfus and a new district was formed. New law was passed that same year regarding the school system and mandatory education. The whole educational system was reformed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skólahald í Ölfusskólahverfi 1881-1946.pdf | 4,15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
SLÓ_Yfirlýsing.PDF | 287,45 kB | Lokaður | Yfirlýsing |