is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28611

Titill: 
  • Þeir snúa sér svo 180° þannig að allir snúa mjöðmum beint fram og gera sjassei til hliðar : tengsl stærðfræði og gólfæfinga í hópfimleikum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stærðfræði hefur fylgt manninum frá upphafi og er órjúfanlegur þáttur af menningu og samfélagi. Hvert sem litið er má greina áhrif stærðfræðinnar og tækifæri til þess að nota stærðfræði sem hjálpartæki við lausn verkefna leynast víða. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða þá stærðfræði sem birtist í gólfæfingum í hópfimleikum, bæði í orðræðu þjálfara og uppbyggingu gólfæfinga.
    Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar var um orðræðugreiningu að ræða. Tungumál þjálfara var greint með tilliti til stærðfræði og dregin fram hugtök og hugmyndir stærðfræðinnar. Hins vegar fólst rannsókn í því að greina hvernig gólf-æfingin er byggð upp. Alþjóðlegar fimleikareglur voru skoðaðar og horft var á mynd-bönd af ýmsum gólfæfingum þar sem hreyfingar einstaklinganna og mynstur voru greind. Algeng mynstur voru dregin fram og hreyfingar settar saman til þess að sýna þá stærðfræði sem notuð er í uppbyggingu.
    Niðurstöður benda til þess að heilmikla stærðfræði sé að finna í gólfæfingum í hópfimleikum en þjálfarar virðast ekki nýta sér eiginleika hennar til hins ítrasta. Tungumál stærðfræðinnar er lítið notað en hugsun þjálfara felur í sér ákveðna stærð-fræði. Í gólfæfingum er rúmfræði, og þá aðallega hornafræði, sú grein stærðfræðinnar sem helst má koma auga á.
    Áhugavert væri í framtíðinni að kanna hvort þjálfarar geri sér grein fyrir áhrifum stærðfræðinnar í gólfæfingum og þeim tækifærum sem eru til þess að nýta sér eiginleika stærðfræðinnar enn betur við kennslu. Einnig væri gaman að skoða hvort stærðfræðikennarar gætu vakið áhuga nemenda enn frekar með því að tengja stærðfræði við áhugasvið þeirra.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_FINAL.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf132.36 kBLokaðurFylgiskjölPDF