Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28612
Í gegnum tíðina hafa átt sér stað töluverðar breytingar til góðs í málefnum fólks með þroskahömlun og koma þær að mestu til vegna mótmæla fagfólks, foreldra, aðstandenda og fólksins sjálfs. Krafist var mannréttinda, jafnréttis og að fatlað fólk nyti sömu lífsgæða og aðrir samfélagsþegnar. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem samþykktur var á Íslandi árið 2007 er þessi krafa fólksins viðurkennd.
Ástæða þess að við ákváðum að fjalla um sögu fólks með þroskahömlun er að okkur langaði að rekja sögu þessa fólk, og jafnframt að skoða hvort farið sé eftir þeim lögum og reglugerðum sem varða fólk með þroskahömlun.
Rannsóknarspurningar þessa verkefnis eru: Hvaða þættir í sögu fólks með þroskahömlun hafa stuðlað að auknum mannréttindum og hverjar hafa helstu hindranirnar verið? Hvernig hefur mannréttindabaráttan í málefnum fólks með þroskahömlun þróast í gegnum tíðina? Til þess að varpa ljósi á stöðu mannréttinda fjöllum við einnig um stöðuna eins og hún er í dag.
Ritgerðin er byggð upp á fræðilegum heimildum og skiptist í þrjá meginkafla. Í upphafi fjöllum við stuttlega um helstu stefnur sem voru ríkjandi á 18. og 19. öld. Megin umfjöllunarefni okkar er þó sú sögulega þróun sem orðið hefur á 20. öld og fram til dagsins í dag. Fjallað er um íslenskar og erlendar aðstæður og lög skoðuð. Fjallað er einnig um réttindabaráttu fatlaðs fólks ásamt baráttusamtökum og foreldrasamtökum sem tengjast þeirri baráttu. Í lokin verður fjallað um réttindagæslu fatlaðs fólks, upphaf hennar ásamt lögum og reglugerðum ásamt því sem fjallað verður um hvað það er að vera persónulegur talsmaður og hvað felst í hugtakinu nauðung.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Saga fólks með þroskahömlun.pdf | 966.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 259.32 kB | Lokaður | Yfirlýsing |